Goðasteinn - 01.03.1970, Page 73

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 73
Skemman endurbyggð. Ljósm. Gtiðgeir Magnússon. reiðar, sem flutti skemmugrjótið, gat ekki grasað honum, og situr hann enn á sínum stað. Skemmunni var markaður grundvöllur á sléttum fletí norður frá safnhúsinu í Skógum með stefnu frá norðaustri til suðvesturs. Var þá við það miðað, að þilstafn hennar horfði rétt við gest- um á leið beirra austur að safnhúsinu, stefnan horfir einnig und- an verstu veðrum og nálægð safnhússins sjálfs veikir þann veg minnst svip skcmmunnar. Vandi er að gera torfhús og steinhús svo að nábúum, að bæði megi vel við una. Takmörk bygginga- lóðar hlutu hér nokkru um að ráða. Við það er einnig miðað, að eitt eða fleiri torfhús rísi, áður en langt um líður, við hlið skcmmunnar. Byggingamenn fékk ég þá, scm bezt var völ á undir Austur- fjöllum, þá bræðurna Bárð Magnússon bónda í Steinum og Tóm- as Magnússon bónda í Skarðshlíð. Fyrri tíðar menn höfðu mest handaflið eitt til hjálpar við húsagerð, en nú var völ dráttarvélar til að lyfta grjóti, sniddu og mold í veggi. Notað var gamla skemmugrjótið svo langt sem það náði, en nokkuð var sótt að. Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.