Goðasteinn - 01.03.1970, Page 74

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 74
Dró þar drýgst mógrjót úr gömlu Hrútafellströðunum. Að innan voru veggir hlaðnir eingöngu úr grjóti en að utan var annað lag- ið úr grjóti en hitt úr sniddu. Kampar voru eingöngu hlaðnir úr grjóti. Með sama hætti voru gerðir veggir gömlu skemmunnar. Vindauga var gert í gaflað skcmmunnar. Faðir minn, Tómas Þórðarson, sem fæddur er 1886 og ólst upp í Varmahlíð, mundi gjörla eftir, að þann veg hafði verið háttað gaflaði gömlu skemm- unnar, cn síðar var það vindauga aftekið. Grind skemmunnar, stafir, sillur og sperrur, var uppsett á sama hátt og áður var. Þurfti þar engu í að bæta. Stafir eru nokkuð mislangir og hvíla á stoðasteinum yfir gólfi. Spcrrurnar cru allar úr flettum viði. Þær eru höggsperrur mcð grópum fyrir langbönd. Á einni þeirra má sjá hið forna rckamark Holtskirkju undir Eyja- fjöllum. Þilsperra var gjörfúin og þurfti því að endurnýjast. Öll er grindin trénegld, spcrrutoppar, spcrrutær niður í sillur og sillur niður í stafi. Langbönd eru flest án efa yngri en elzta bygging skemmunnar. Raftur liggur frá innstu sperru norður á gafiað og hallar niður á gaflaðið. Skemman er öll undir hellu, sem sótt mun hafa verið inn í Lakabrík í Yztaskálaheiði. Stærstu hellurnar héldu áfram að vera ufsahellur, liggja frá veggbrún upp á neðsta langband. Smáspýtur voru hafðar til að skorða hellur af á stöku stað og heita enn scm fyrr hellumatur. Svo vel var til verks gengið við að leggja hell- una, að hvergi gætti þakleka í skcmmunni í eindæma vondu rign- ingasumri, sem var á næsta leiti. Þakið var mcð þykkum grasþökum utan yfir hellu og myldað undir þær, þar sem þörf krafði. Þökur, sniddu og mold til að mvlda með veggi og þak gaf völlurinn milli safnhússins og skemm- unnar, sem þoldi nokkra lækkun sökum halla. Myndaðist því við það þrep milli húsanna. Gamla skemmuþilið mátti heita uppsprekað og gjörfúið. Var sá cinn kostur fyrir hcndi að cndurnýja það. Toppfjalir þrjár yfir dyrum eru cinar frá hinu gamla þili. Bárður í Steinum hljóp hér vcl undir bagga og gaf safninu fjalvið úr gömlu baðstofuhúsi, hæfilega breiðan til að þilja með skemmustafn sömu gerðar og hinn gamli var. Á honum var aðeins ein gluggasmuga, vfir dyr- 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.