Goðasteinn - 01.03.1970, Page 75
um, og mun glerrúða aldrei hafa í hana komið. Vindskeiðar voru
endurgerðar að gömlum hætci, tvöfaldar með attrafslætti, sem svo
var nefndur.
LJgla í skemmuþili var endurnýjuð, smíðuð úr birki, er til féll
úr trjágarði frú Ingibjargar í Varmahlíð. Önnur ugla, gömul, cr
lest á staf austanmegin í skcmmunni.
Skipt var um skemmuhurð. Tómas Magnússon í Skarðshh'ð gaf
safninu hurðina, sem notuð var í stað hinnar gömlu og af sér
gengnu Hellnhólshurðar. Var það hurð, scm lcngi var notuð scm
smiðjuhurð í austurbænum í Skarðshlíð. Vitna enn um það brenni-
mörk Skarðshlíðarbænda, er á hana hafa verið mörkuð. Vönduð
smíði hurðarinnar bendir þó til þess, að hún hafi að upphafi vcr-
ið önnur vængjahurð kirkju í Skógum eða Eyvindarhólum. Hún
er mcð ífclldu spjaldi barokgerðar á annarri hlið, er virðist ekki
geta vcrið yngra en frá fyrri hluta 19. aldar. Hurðin þurfti mik-
illa endurbóta við, hafði verið mjókkuð og þó einkum skert aðl
neðan til muna. Áfellulisti utan á henni var numinn burtu og
annar helmingaður á hvora hlið. Ncðan á hurðina var felld fjöl
í stað annarrar, er þar hafði greinilega verið fyrir eina tíð, sömu
gerðar og fjöl yfir hurðarspjaldi. Lítið ber á cndurbótum, cnda
gamall viður notaður til viðgcrðar.
Hurðarskrá er gefin af Einari Sigurðssyni í Varmahlíð. Er það
koparskrá með koparlykli, srníði Magnúsar Eyjólfssonar kopar-
smiðs á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Skráarlauf er smíðað úr
cir af safnverði, að forrni nákvæm eftirmynd skráarlaufsins, sem
var á skemmuhurðinni fram um aldamótin 1900.
Steinstétt var lögð framan við skemmuþilið. Dyrahella var
fengin hjá sr. Halldóri Gunnarssyni í Holti, mikil blágrýtishella,
scm kom upp úr bæjarhólnum í Holti 1968, mcð máðan slitflöt
cftir fætur margra kynslóða.
Skcmman er í fimm stafgólfum. Langd stafgólfa er misjöfn, frá
1,40 m til 1,50 m eða þar um bil. Breidd milli sillna er 1,79 in,
hæð undir bita 1,73 m. Risið er krossris. Hæð skemmuþils upp í
topp er 3,05 m.
Veturinn i9Ó9-‘70 leiddi það í ljós, að nauðsyn cr að hafa
ræsir (for) með öðrum langvegg skemmunnar og frárennsli eins
Goðastehm
73: