Goðasteinn - 01.03.1970, Side 83

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 83
Vísur Guðrúnar frá Bakka Trúin gefur fagran frið, þó förlíst þrótti mínum, og víst mun drottinn leggja lið lítilmagna sínum. Þó að ellin þyngi spor og þrautir myndi tárin, skal þó einatt von um vor verma hjartasárin. Þú skalt ekki kulda kvíða, kuldinn er af sjálfri þér. Reyndu að trúa, biðja og bíða og brosa gegnum tárin hér. Leitaðu að því bjarta og blíða; ég býst við, að þú finnir ljós, sem léttir þér í lífi að stríða og lætur á þyrnum spretta rós. Þó að heimur ljóst og leynt löngum særi hjarta, yfir sortann get ég greint geislann sólar bjarta. Höfundur: Guðrún Vigfúsdóttir frá Bakka í Bakkafirði, f. 17. scpt. 1888 í Laxárdal í Þistilfirði, nú til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.