Goðasteinn - 01.03.1970, Page 83

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 83
Vísur Guðrúnar frá Bakka Trúin gefur fagran frið, þó förlíst þrótti mínum, og víst mun drottinn leggja lið lítilmagna sínum. Þó að ellin þyngi spor og þrautir myndi tárin, skal þó einatt von um vor verma hjartasárin. Þú skalt ekki kulda kvíða, kuldinn er af sjálfri þér. Reyndu að trúa, biðja og bíða og brosa gegnum tárin hér. Leitaðu að því bjarta og blíða; ég býst við, að þú finnir ljós, sem léttir þér í lífi að stríða og lætur á þyrnum spretta rós. Þó að heimur ljóst og leynt löngum særi hjarta, yfir sortann get ég greint geislann sólar bjarta. Höfundur: Guðrún Vigfúsdóttir frá Bakka í Bakkafirði, f. 17. scpt. 1888 í Laxárdal í Þistilfirði, nú til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.