Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 84

Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 84
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Minni gawla fólksins í öðru hefti 7. árg. Goðasteins er skráð latínuvísa ein og þýð- ing á henni, höfð eftir gamalli konu. En þar sem sögumaður get- ur þess, að hann viti ekki til þess, að aðrir hafi raulað þessa vísu, vil ég geta um eftirfarandi: Þegar ég var innan fermingar, var á næsta bæ við mig, Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, gömul kona, blind og þrotin að þreki, nýflutt þangað af hrakningi. Hún hét Guðný Árnadóttir og hafði lengi haft viðurnefnið „töpp“, sem líklega hefur stuðzt við það, að hún var smá vexti. Allt útlit hennar bar vott um það, að henni hefði ekki alltaf liðið vel. Hún var nolckuð aflöguð í vexti (krypplingur), en ég hygg, að hún hafi sízt verið miður greind en í meðallagi, og var hún skýr í máli. Þarna leið henni vel. Hún tvinnaði mikið band á teinsnældu, sér til afþreyingar, þar sem hún sat á rúmi sínu. Ég var þarna oftar en einu sinni, hjá farkennara. Líklega hefur það verið vet- urinn 1913-14, sem Einar Vigfússon frá Hjaltastað var farkennari. Hann skrafaði oft við gömlu konuna. Meðal margs annars, sem þá bar á góma, fór hún með þessa fyrrgreindu vísu fyrir Einar, bæði á latínu og íslenzku, en það tók hún fram, að þó sér hefði verið sagt, að þctta væri rétt þýðing á vísunni, gæti hún ekkert um það fullyrt, þar scm hún kynni ekkert í latínu. Fyrstu hendinguna hafði hún á þessa leið: „Renni ég hýrum hvarmatýrum skýrum.“ Finnst mér rímið gefa í skyn, að það sé réttara. Ekki lærði ég latínuna, mest held ég af því, að ég bar lítið traust til að hún væri rétt, - sem vel má þó hafa verið. 82 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.