Goðasteinn - 01.03.1970, Page 89

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 89
vildi leita af sér allan grun, hvort hún leyndist ekki einhvers staðar í hvarfi af húsum. Hljóp hann í spretti kringum bæinn, en stúlkan var horfin, líkt og jörðin hefði gleypt hana. Öðru sinni sá Bjarni kynjakonu og að því sinni undir Eyja- fjöllum. Hann var að vorlagi í þurrkatíð að ríða neðan frá Hvammsleirum og upp um Hafurshól á veginum fyrir vestan Hvamm. Hafurshóll er klettaborg, klofin í þrjá hluta. Á flötinni milli hólanna var kona að tína aukatöð í svuntu sína. Hún var fallega búin, í dökku pilsi, hvítri upphlutsskyrtu og upphlut. Kom- in var hún á efra aldur. Hún leit upp frá verki sínu og á veg- faranda. Ekki bar Bjarni kennsl á hana. Hann átti aðeins nokkr- ar hestlengdir ófarnar til konunnar, er honurn varð litið í aðra átt, og það var nóg til þess, að ekki sá af henni síðan tangur nc tetur. Skrifað cftir Bjarna Bjarnasyni 1936. ;;Hárið greiðir móti mér” Jóhann Einarsson, fæddur 1884 á Vatnsleysuströndinni, ólst upp suður á Stafnesi. Einu sinn, þegar hann var að reka fé upp úr fjörunni hjá Básendum, sá hann konu sitja þar undir kletti og greiða kolsvart hár sitt niður fyrir hné. Hún hvarf Jóhanni, þeg- ar hann var rétt kominn að klettinum. Ofan í þennan klett var skál með vatni, sem aldrei þraut, og fengu ferðamenn sér þar oft svaladrykk. Magnús Guðnason steinsmiður vildi kaupa klett- inn, en Hákon á Stafnesi sagðist ekki selja hann, hvað sem í boði væri. Iðulega sá fólk skip koma að landi og lenda, þar sem enginn gat lcnt. Einu sinni var stúlka að leika sér að skeljum fyrir of- an garðinn í Krókvelli í Garði. Sá hún þá konu koma ríðandi í söðli á rauðum hesti, fallegum. Hún reið við svo fallegt beizli, að stúlkan hafði aldrei séð neitt slíkt. Konan benti stúlkunni að koma til sín og gaf henni hálsfesti, sem á enn að vera til. Sögn Jóhanns Einarssonar. Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.