Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 90

Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 90
Þorkell Bergsson: Minnisstæðir jóladagar Þegar líður að jólum, er eins og nýr vonarbjarmi færist yfir fólkið í mesta skammdegismyrkrinu. Það er vissan um hækkandi sól og fagnaðarboðskap hátíðarinnar, sem þó hefur verið vanrækt að boða út um heiminn. Nú orðið finnst mér óhófið og tilstandið á jólunum ganga út í öfgar og skyggja á hinn raunverulega fagn- aðarboðskap. Margar endurminningar hef ég frá þeim 80 jólum, sem ég hef lifað. Ætla ég að minnast á tvennt. Þegar ég var 13 ára, var ég sendur með manni úr Vesturbænum í Skaftárdal til að gæta að kindum á heiðinni. Fór ég þá yfir gil, þar sem lækur rann fram af háu bergi litlu neðar. Léttskýjað var og vægt frost og ég í léttu skapi, því að þetta var jóladagsmorgunn. En vindur hafði blásið í fossinn og vatnið fokið langt upp í gilið. Þar hafði það frosið ofan á snjónum. Hljóp ég yfir gilið nokkrum föðmum fyrir ofan fossinn. Ég varaði mig ekki á því, að það var flughált á svell- inu, svo að ég datt á mjöðmina. En það vildi mér til happs, að svellið brotnaði og ég stöðvaðist og komst síðan upp úr gilinu. Oft hef ég síðar lent í hættum af ýmsu tagi og við ýmsar kring- umstæður. Er það ekki fyrir mína forsjá að ég hef haldið lífi og limum. Ég held að það hafi verið árið 1914, síðasta árið, sem ég var á Flögu, að ég fór að leita sauða. Það hafði verið góð tíð á jóla- föstunni og sauðirnir voru látnir ráða fcrðum sínum að mestu. Voru þeir allir komnir vestur yfir heiðina, út að Hólmsá, þar sem beitiland er gott og mikið skóglendi. Skyndilega hafði breytt um veður og á Þorláksmessu var kominn mikill snjór. Gerði þá gott skíðafæri. Tók ég nú skíðin, áður en bjart var af degi, og 88 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.