Úrval - 01.04.1977, Side 10
8
ÚRVAL
Wiltu aukg oróaforóa þinrj?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því að
fínna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
1. að terra: að skelfa, að óttast, að ota fram, að jarðvöðlast, að sperra,
að efast, að þurrka.
2. gneyptur: grópaður, niðurlútur, skældur, yggldur, hnarreistur, með
yfirlætissvip, slæpmr.
3. keis: ístra, mál, málaferli, tilfelli, kryppa, sitjandi, ílát.
4. að ljósna: að upplýsast, að koma upp um, að kjafta frá, að slá, að
lýsast, að verða aðveldara, að leysast.
5. þjósmr: hrúga, vindur, kul, flýtir, hraður straumur, hösmgleiki, sár
reiði.
6. að heykjast á e-u: að stæra sig af e-u, að heppnast e-ð, að afreka e-ð,
að guggna, að hætta við e-ð, að stagast á e-u, að þrá e-ð.
7. að bægslast: að takast, að ryðjast áfram með miklum fyrirgangi, að mis-
takast, að vilja til, að rembast við e-ð, að batna, að skakklappast áfram.
8. að sólunda: að baka sig í sólinni, að eyðileggja, að sóa, að stela, að láta
sólargeisla verma sig, að slæpast, að slá slöku við.
9. maul: söngl, raul, taut, mótmæli, japl, samsull, þref.
10. kotroskinn: djarflegur í framgöngu, aldurhniginn, hrörlegur, ellihmm-
ur, ánægður með sjálfan sig, umkonulítill, uppburðarlítill.
11. að væna e-n um e-ð: að hrósa e-m fyrir e-ð, að spyrja e-n í þaula um e-ð,
að biðja e-n um e-ð, að minna e-n á e-ð, að gefa illt í skyn um e-n, að
skipa e-m e-ð, að vara e-n við e-u.
12. niðji: illmenni, undirmaður, sonur, afkomandi, nískupúki, forfaðir,
hæðinn maður.
13. túður: óþarfa kjaftæði, mótmæli, bergtegund, flaut, væl, loftgat á þaki,
strompur.
14. að kantast á: að ganga á misvíxl, að rekast á, að gera að gamni sínu, að
stríða, að rífast, að fljúgast á, að hæðast að.
15. að troða marvaðann: að eiga í illdeilum við e-n, að sýna yfirgang, að
halda sér á floti í vatni (oftast í lóðréttri stöðu), að lúta í lægra haldi
fyrir e-m, að olnboga sig áfram, að dreyma illa, að tvísríga af óþreyju.
Sjá svör á bls. 128