Úrval - 01.04.1977, Síða 12
10
ÚRVAL
við breytingu á þvaglátavenjum
sínum.”
56.000 bandarískir karlmenn
fengu krabbamein í blöðruhálskirtil í
fyrra. Tveir af hverjum fimm verða
látnir innan flmm ára samkvæmt
staðtölulegum upplýsingum, og er
slíkt óhugnanlega hátt hlutfall. En
samt er það sorgleg staðreynd, að
hægt væri að koma í veg fyrir mörg
þessara dauðsfalla, ef sjúkdómsgrein-
ing og meðhöndlun á sér stað
nægilega fljótt. Samtals 113.000
bandarískir þegnar dóu að þarflausu
úr ýmiss konar kraþþameini í fyrra,
vegna þess að þeir fengu ekki
læknismeðferð nægilega fljótt.
Hvers vegna skeytir svo margt fólk
ekkert um tímanleg aðvörunarmerki,
allt þangð til ekki er lengur von til
þess að forðast megi algera eyðilegg-
ingu af völdum þessa sjúkdóms?
Þessari epurningu svarar dr. Thomas
P. Hackett, yfirsállæknir við Hið
almenna sjúkrahús Massachusetts-
fylkis í Boston, ,á eftir-
farandi hátt,. en hann hefur
athugað hundruð krabbameinstil-
fella síðustu átta árin: ,,Ein ástæðan
er ótti við að komast að því, að það sé
í rauninni eitthvað alvarlegt að
manni, eitthvað sem krefst sjúkra-
húsvistar, uppskurðar og jafnvel
nýrra lífshátta.”
En óttinn er ekki eina ástæðan. Dr.
Hackett komst að því, að flest
menntað fólk, læknar og aðrir, sem
gegna þýðingarmiklum störfum, sem
krefjast menntunar, fólk, sem ætti að
vita, að tímanleg læknismeðferð gerir
lækningu yílrleitt mögulega, leitar
ekki fyrr læknis en t.d. manneskja,
sem hefur jafnvel ekki lokið gagn-
fræðaprófl. Hver er ástæðan? ,,Á-
stæðan er sú, að viðkomandi neitar
blátt áfram að trúa því, að nokkuð
óvenjulegt gæti komið fyrir hann eða
hana,” segir dr. Hackett.
Það er geysilega þýðingarmikið, að
gefinn sé gaumur að tímanlegum
aðvörunarmerkjum líkamans, eink-
um þegar krabþamein er annars
vegar, vegna þess að kraþþamein
byrjar með því að fruma á yflrborði
vefs eða í slímhúð meltingarvegar eða
annarra leiðsla í líkamanum tekur að
breytast á óeðlilegan hátt.
Henni fjölgar með skiptingu í
tvennt, og síðan heldur skiptingin
áfram koll af kolli. Flestar tegundir
krabbameins breiðast ekki út
lengi vel, heldur eru kyrrar á sama
stað, áður en þær taka að leggja
undir sig aðiiggjandi vefi. Það er á
þessu stigi kraþþameinsins sem
sjúklingurinn hefur mesta möguleika
á lækningu.
Enda þótt aðvörunarmerki líkam-
ans séu aldrei fullgild sönnunargögn
um tilvist kraþbameins, kunna þau
að benda til krabbameins og því ættu
menn þá að fara tafarlaust í
læknisskoðun.
Krabbamein í blöðruhálskirtli.
Þessi tegund krabbameins herjar
venjulega á karlmenn, sem eru
miðaldra eða eldri. Athuganir í