Úrval - 01.04.1977, Síða 27
HERTU UPP HUGANN, MÝSLA LITLA!
25
„Borð? Auðvitað — við höfum alltaf
borð handa yður!” Og yfírmenn
verði svo hrifnir af manni, sem
loksins ber í borðið, að þeir tvöfaldi
laun hans á stundinni og segi afar
elskulega: , Ja, hérna, Jón minn! Það
leynir sér ekki, að það er töggur í þér.
Það eru ekki margir dagar síðan ég
var sannfærður um, að þú værir mesti
sauður.”
Mín eigin reynsla af því að standa
fast á rétti mínum sýnir, að í 83 af
hverjum hundrað tilvikum er það ég,
sem er í minnihluta. í hvert sinn,
sem ég kalla á þjóninn til að ýfast
yfir, að reikningurinn sé sexhundruð
krónum of hár, urrar hann á móti, að
ég hafí gleymt að reikna lauksúpuna
með. Og þá verður litið úr mér. Ef
duttlungar örlaganna haga því svo,
að það er ég, sem hef rétt fyrir mér,
verð ég alltaf að bíða tímunum
saman eftir því að eftirlitsmaðurinn
komi aftur úr mat, eða útfylla
kvörtunareyðublað í 12 eintökum.
Ef músin fær einhvern til að beygja
sig, sér viðkomandi örugglega um, að
það er mýslu sjálfri verst. Músaregla
nr. 1: ,,Gerðu ekki illt verra.” í því
sígilda tilfelli, að maður sendir of
lítið steikt buff aftur fram í eldhúsið,
sendir kokkurinn það ófrávíkjanlega
inn aftur með sjöttu gráðu bruna
bara til þess að sýna manni, hver það
er, sem í rauninni ræður.
Kringumstæðurnar eru aldrei rétt-
ar, ef ég ætla að gera mig breiðan. Ef
stereókerfið mitt fer í rusl átta dögum
eftir að það var sett upp, er
maðurinn, sem gekk frá því, farinn
til Indónesíu og verður þar í ár. Ef ég
krefst réttar míns, er sagt að ég , ,sé að
rífast”, og allt í einu eru allir mér
reiðir; músin er orðin að skaðræðis
skepnu.
Konan mln er aftur á móti fædd til
þess að gera sig breiða. Hún gengur
einfaldlega út frá því, að hún hafi
einfaldlega alltaf rétt fyrir sér, hafi
hún það ekki — þá á hún að minnsta
kosti skilið að hafa það. En það er
sama, hve oft ég sé til hennar, mér
heppnast aldrei að tileinka mér þessa
lífsstefnu hennar. Músareglan segir
líka um þetta: „Giftu þig til valds.”
Ég hef allt frá fæðingu horft um
öxl. Hún hefur aldrei horft annað en
fram á leið - eftir glompum í vörn
andstæðingsins. Eittsumarið komum
við inn í garð veitingahúss, en
klukkan var þrjú eftir hádegi. Það var
einmitt sá tími, þegar garðinum var
lokað. Við vorum beðin að fara inn
til að fá okkur í svanginn.
En þar var Súper-Karla ekki tekin
með í reikninginn. Hún benti á, að
hennar klukka væri 2,59, að við
værum að koma beina leið frá
Egyptalandi, og ef við fengjum ekki
að vera úti, myndi hún fara með það
beint í eigandann ,,sem er vinur
fjölskyldunnar.” Við fengum prýðis
borð í garðinum og sá sem þjónaði
okkur var yfirþjónn af músarætt.
Hefði ég reynt eitthvað þessu líkt
hefði ég verið handtekinn fyrir að
látast vera ljón.
Auðvitað höfum við músmenni