Úrval - 01.04.1977, Síða 49

Úrval - 01.04.1977, Síða 49
ÖSHÖLMAR DÖNÁR 47 næstum útdauðar dýrategundir, þar á meðal storkurinn, finna hér öruggt hæli. „Óshólmar Dónár eru einstætt landsvæði, ósnortin og óhamin náttúran í stöðugri sköpun,” segir hinn þekkti sænski náttúrufræðingur dr. Kai Curry-Lindahl. Ferð mín um óshólmana hófst við hafnarborgina Tulcea í Rúmeníu, sem ber augljósan austurlenskan svip. Þar settu herlið rómverja eitt sinn búðir sínar, og slavneskir og tyrkneskir herkonungar hafa hvað eftir annað lagt undir sig þennan 2600 ára gamla bæ, þar sem Dóná greinist í þrennt út yfir óshólma- svæðið, — að ógleymdum töturum. Nyrsta kvísl Dónár, Chilia, myndar landamæri Rúmeníu og Rússlands. Miðkvíslin heitir Sulina og sú syðsta St. Georghe. I Tulcea hitti ég hinn dugmikla landkönnuð Alexandru Mihailenu, sem starfar við óshólmasafnið í Tulcea. ,,í mínum augum eru óshólmarnir ein stór rannsóknarstofa — óskadraumur sérhvers náttúru- könnuðar,” sagði hann við mig meðan við þeyttumst í hraðbáti ofan Sulina kvíslina, grugguga og ólgandi, i áttina að hjarta ósahólmanna. þegar við höfðum lagt þriðjung Sulina að baki, gengum við á land í smábænum Crisan, þar sem við fengum okkur samastað á hóteli, sem orðið er vinsælt meðal sportveiði- manna, fuglafræðinga, ferðamanna og könnuða hvaðanæva að. Næsta morgun lögðum við Alex- andru af stað til að kanna óshólma- svæðið. Við fórum um borð í lotka, fiskibát með eintrjáningslagi, sem var útbúinn með árum og utanborðsvél, og við stýrið var veðurbitinn fiskimaður, Ivan, sem einnig átti að vera ieiðsögumaður okkar. Það var farið að halla sumri, og í morgunsárið var loftið svalt yfir lognkyrru vatninu. Við vorum fljótlega komnir í hvarf bak við pílvið og reyrgresi, og mér fannst ég vera hér sem óboðinn gestur. En það fannst Alexandru ekki. Hann klappaði saman lófunum f hrifningu, þegar hann sá fyrstu skarfana létta sér í silfurglitrandi busli móti rísandi morgunsólinni. ,,Nú hefst dagurinn í óshólmun- um,” sagði hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.