Úrval - 01.04.1977, Síða 50
48
ÚRVAL
Og hvílíkur dagur! Til beggja hliða
risu dyngjur af sefi og reyr allt upp í
fimm metra hæð yfir okkur, og fyrstu
geislar ársólarinnar skullu á frjó-
þungum toppum þeirra. Inn á milli
sást smávöxnum ísfuglum bregða
fyrir, þar sem þeir skutust út og inn á
milli plantnanna, einn silfurhegrinn
eftir annan hóf sig til flugs og
endrum og eins rauf karfi sléttan
vatnsflötinn með dálitlum skvett.
Við sigldum inn á breitt lón, þar
sem flokkar af öndum, gæsum og
seföndum lyftu sér til flugs, en kríur
og mávar héldu áfram að kafa
glæsilega eftir smáfiski. Við drápum
á vélinni og eina hljóðið sem heyrðist
var busl fuglanna, þar til þeir róuðust
aftur, og við runnum út í eitt við
umhverfi óshólmanna.
Nú tilkynnti Ivan: , ,Það er kominn
rími til að við öflum okkur vista.”
Þar með tók hann að draga inn netin,
sem hann hafði lagt kvöldið áður.
,,Nú skulum við sjá, hvað óshólm-
arnir bjóða upp á.” Að fótum okkar
helltist glansandi lækur af hvers
konar vatnakörfum, sem þó eru
aðeins brot af þeim 75 mismunandi
flskategundum, sem í óshólmanum
eru. Þetta er eitt gjöfulasta fersk-
vatnssvæði Evrópu á fisk, þar veiðast
upp undir tíu þúsund tonn á ári. Af
öllum þessum fiskum er merkilegasti
fiskurinn sá sem gengur undir
nafninu beluga, en svo heitir hin
stórvaxna Svartahafsstyrja, sem veið-
ist þar sem ferskt vatn Dónár mætir
saltvatni Svartahafsins. Stærstu styrj-
urnar eru hálft annað tonn á þyngd
og kvenfiskurinn getur gefið allt af
100 kíló af fínasta kavíar. ,,Frá
sjónarmiði náttúrukönnuðarins er
belugan stórkostlegastur allra físka,”
sagðiAlexandru. ,,Hann eraftegund,
sem til hefur verið í 65 milljónir
ára.”
Við sigldum fram hjá ey eftir ey
umkringda reyrgresi, fikmðum okkur
varfærnislega eftir álum, sem vom
svo mjóir að við urðum næstum að
höggva okkur leið. Á þessum
fjölmörgu smáeyjum vom bæði refir
og villikettir — og umfram allt
villisvín. Þessi dýr verða svo mögur á
þeim litlu landskikum, sem þau hafa
til umráða, að þau teljast til sérstakra
óshólmategunda. Við sefræturnar var
litasíhverfa vatnablóma; skærblá
mynta, þokkafullt og sviflétt burkna-
lauf, vatnaliljur með miklu af
grænum blöðum og hvítum blóm-
um, sem opnuðust móti ársólinni.
„Hefurðu nokkurn tíma séð svona
tært vatn fyrr?” spurði Alexandm.
Það hafði ég ekki.
En, spurði ég, hvað með orðróm-
inn um, að ósahólmarnir væm í
hættu? Það hafði verið orðrómur um
að reyrinn væri rányrktur til pappírs-
gerðar — til mikils skaða fyrir
fuglalífið. Þar að auki hafði fugla-
veiðin aukist stórlega að sögn. Og
loks vom margar nýjar verksmiðjur í
Rúmeníu og öðmm löndum á leið
Dónár, sem menguðu vatnið í
fljótinu.
,,Það er ekki lengur rétt,”