Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 63
ÉG DRAP KÖTTINN ÞINN
arvein kattarins vöktu mig. En
hundarnir vom of stórir, og kötmr-
inn þinn of lítill, of ungur. Þessvegna
gerði ég það sem ég gerði til að losa
hann frá ógæfunni. Ég átti engra
kosta völ.
En þú áttir það. Á hverju ári skilja
sumarferðamenn kettina sína eftir
hjá húsinu okkar — í þeirri von, það
er ég viss um — að þeir finni sér
heimili á kúabúinu hérna hinum
megin við veginn. Flestir þeirra gera
það ltka, um smnd. En kettir fjölga
sér og fljótlega verða þeir of margir.
Og svo einn daginn hverfa þeir allir.
Ég hef aldrei spurt bóndann hvað
verður um þá — mig langar ekki til
að vita það.
Það gemr vel verið að þú viljir ekki
vita að ég barði kettlinginn þinn.
Allt sem þú vilt minnast er ánægjan
sem börnin þín höfðu af honum, allt
sumarið, hvernig hann breyttist úr
blindum hnoðra, í hikandi kött sem
leitaði fyrir sér og hélt loks í veiðileik.
Ég er viss um að þú manst eftir
honum í hnipri til fóta í rúminu, þar
sem hann lét sólina verma ilmandi
feldinn.
En þú gemr ekki aðeins minnst
þess, það veistu. Vegna þess að við
getum ekki flúið ábyrgð þess er við
gemm. Þú hafðiránægju afkettinum
þínum og börnin þín höfðu það líka.
Á einhvern hátt varsm fær um að
61
aðskilja þessa ánægju frá ábyrgðinni.
Þú gemr hafa kennt börnunum
þxnum að elska og leika sér og um
dásemdir náttúmnnar. En þú
kenndir þeim líka að henda frá sér
því sem var ekki lengur þægilegt á
einhvern hátt, einhverju sem féll ekki
lengur að áætlunum þínum eða
húseigandans.
Þú kenndir þeim að skipta sér ekki
af þeim sem vom ókunnugir. Þú
huggaðir sjálfan þig með því —
vegna þess að þú vildir það — að
kötmrinn þinn yrði hamingjusamur
og saddur af nýmjólkinni. Ég er viss
um að þú sannfærðir sjálfan þig um
að það færi bemr um hann í raun og
sannleika, innan um alla hina
kettina.
Nei, ég er ekki að tala um einn
kött, köttinn þinn, sem hlýmr að
hafa verið elskaður, vegna þess að
hann fór ekki yfir til hlöðunnar,
heldur yfir veginn, til barnanna
okkar til að leika við þau. Þar var það
sem hundarnir bim í sundur
mænuna, og þar þurfti ég að slá hann
í höfuðið til að lina þjáningar hans.
Vegna þess að umhyggja þln var ekki
næg. Eða myndir þú hafa gert það?
Þú hefðir ekki tekið á þig
ábyrgðina í upphafi, ef þú hefðir
raunvemlega haft ábyrgðartilfínn-
ingu.
★
V Ý Ý- Ý Ý Ý ^
VjV/]> 7JV
Krakkarnir harma ekki verðbólguna. Þau hafa alltaf tekið
hamborgara og pylsur fram yfir steikur. J.H.