Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
sjúkdóm þennan eða heyrt hans getið
annars staðar. Á máli innfæddra var
sjúkdómurinn nefndur Kuru sem
þýðir tin eða riða.
Carleton Gajdusek var einn þeirra
lækna sem áhuga fengu á þessum
hörmulega sjúkdómi. Hann dvaldi
langtímum saman meðal Fore-ætt-
flokksins til þess að geta kynnt sér
sem best sjálfan sjúkdóminn á
ýmsum stigum og þær aðstæður sem
þessi frumstæði ættstofn bjó við.
Fyrstu ritgerð sína um Kuru birti
Gajdusek árið 1957 ásamt áströlskum
lækni, dr. V.Zigas. Á þeim árum var
Kuru svo algengur sjúkdómur meðal
þessa fólks að talið var að helmingur
allra dauðsfalla væri af hans völdum,
ef ungbarnadauði var undanskilinn.
Kuru-sjúkdómurinn hefst með því
að sjúklingurinn fer að eiga erfitt
með ýmsar hreyfingar; því fylgir oft
riða á höfði, skjálfti á útlimum.
Sjúklingnum verður erfitt um gang
og jafnvægisskyn sljóvgast.
Margir sem slegnir eru þessum
sjúkdómi missa andlegt jafnvægi og
fylgja því óhugnanleg hlátursköst. Af
þessum sökum hefur Kuru stundum
verið nefndur ,,hlátur dauðans”.
Kuru-sjúklingum hrakar jafnt og þétt
en oft líða 3-18 mánuðir uns yfir
lýkur.
Þar sem Kuru var bundinn við
Fore-ættstofninn og þá fáu einstakl-
inga sem tengdust honum vegna
hjónabanda var helst álitið að um
ættgengan sjúkdóm væri að ræða eða
jafnvel um næringarsjúkdóm því
aldrei var hægt að rekja smit milli
' sjúkra og heilbrigðra þrátt fyrir nána
sambúð. Onnur einkenni sem að
jafnaði fylgja smitsjúkdómum tókst
heldur aldrei að fínna, t.d. sótthita,
sérstaka mótefnamyndun í blóði
o.s.frv.
TENGSLIN VIÐ BÚFJÁR-
SJÚKDÓMA OG ÍSLENSKAR
RANNSÓKNIR.
Þegar farið var að rannsaka þær
sjúklegu breytingar, sem fundust í
miðtaugakerfi Kuru-sjúklinga, en
það er eini staðurinn sem sjúklegar
breytingar var að finna, reyndust þær
næsta sérstæðar og ólíkar venjulegum
bólguskemmdum. Þá benti amerísk-
ur dýralæknir, W.J. Hadlow, á það
árið 1959 að mjög svipaðar breytingar
mætti finna í sauðfé og geitum sem
hefðurriðuveikieða ,,scrapie” einsog
sjúkdómurinn er nefndur á ensku
máli.
Um þetta leyti hafði tekist að sýna
fram á að riðuveiki í sauðfé væri
smitsjúkdómur því hægt var að flytja
riðuveiki í heilbrigðar kindur með
því að dæla í þær síund úr vef sjúkra
kinda en oft leið þó eitt ár eða lengri
tími frá inndælingu þar til riðu-
einkenni fóru að koma í ljós.
Tilraunir af þessu tagi höfðu verið
gerðar í Frakklandi, Bretlandi og
einnig hér á íslandi.
Á grundvelli þeirra rannsókna
byggði dr. Björn Sigurðsson m.a.
skilgreiningu sína á annarlega hæg-
gengum smitsjúkdómum í ritgerð-