Úrval - 01.04.1977, Side 73
71
NÖBELSVERÐLA UNAHAFINN GAJDUSEK
GLAÐUR, FRÓÐUR OG
MÆLSKUR.
Þó að Carleton Gajdusek hafi
starfað í rúma tvo áratugi að
rannsóknum á þeim hörmulegu
taugasjúkdómum sem hér er drepið
á, þar sem eymd og vonleysi
sjúklinganna er oft yfirþyrmandi, er
hann maður glaður og hlýr í viðmóti
og jafnan gagntekinn af einhverjum
nýjum hugmyndum. Hann er maður
hugkvæmur, óvenju víða vel heima
og vinnuþrek hans og afköst
annáluð, ekki síst meðan hann
starfaði meðal frumbyggja á Nýju-
Guineu.
Gajdusek hefur ferðast víða um
lönd vegna rannsókna sinna og býr
yfir dæmafárri þekkingu á hinum
ólíkustu sjúkdómum manna og dýra
og jafnvel jurtasjúkdóma hefur hann
látið til sín taka.
Jafnan er hann reiðubúinn til að
ausa af þessum þekkingarsjóði sínum
af sinni alkunnu mælskulist og sagt
er að hann eigi nær jafnlétt með að
tjá sig á einum 6 eða 7 tungumálum.
En þó að mælska Gajdusek sé með
ólíkindum og hann geti haldið ræður
klukkustundum saman um áhuga-
mál sín og haldið áheyrendum sínum
í stöðugri eftirvæntingu er hann
maður hógvær og hjálpfús, laus við
alla fordóma og tekur jafnan nýjum
hugmyndum og skoðunum með
opnum, jákvæðum huga.
Ef til vill er það ein af ástæðunum
fyrir því að rannsóknir hans hafa
markað þau spor sem raun ber vitni.
★
?|V7IV7IV7I»
RISAVÉLAR FYRIR KJARNORKUVER
Borg með 1.5 milljóniríbúa eins og til dæmis Lissabon, höfðuborg
Portúgal, getur fengið næga raforku frá einni risavél, sem
vélahönnuðir í Karkov í Ukrainu hafa hannað. Slíkar vélasamstæður,
sem hver hefur 750 þúsun kilówatta afkastagetu, verða settar upp í
Ignalina kjarorkuverinu sem verið er að reisa í Litháen, sovétlýðveldinu
við Eystrasalt.
Smíði aflvélasamstæða með gífurlega afkastagetu er meginstefnan í
þróun aflvéla fyrir kjarnorkuver í Sovétríkjunum. 220 þúsund
kílówatta aflvélasamstæða er var til skamms tíma hin stærsta sinnar
tegundar, var fyrir skömmu látin þoka fyrir 500 þúsund kílówatta
samstæðu, en hún verður heldur ekki lengi hin stærsta.
Afl kjarnorkustöðvanna í Sovétríkjunum mun aukast um 15 millj.
kílówött á tímabili 10. fimm ára áætlunarinnar 1976-1980.
Hefurðu heyrt um skipið sem sigldi með jo-jo farm frá Hong Kong.
Það sökk 164 sinnu.
S.E.