Úrval - 01.04.1977, Page 81
BARUCH SAMUEL BLUMBERG
79
M VARNIR GEGN
* ÁSTRALÍU-ANTI—
§ GENI:* Vefjaflutningar
vií frá manni til manns í
*4< lækningarskyni, eins og
blóðgjafír, nýrnaígræðslur, húðflutn-
ingar og mergígræðslur, hafa tíðum í
för með sér aukakvilla. Tekist hefur
að raða bót á sumum þeirra. Enn þarf
að bíða framfara á ýmsum sviðum
áður en viðunandi öryggi er fengið
við þessa tegund lækninga. Blóðgjaf-
ir eiga sér að vísu langa þróunarsögu,
eða frá síðustu aldamótum, þegar dr.
Karl Landsteiner lagði grundvöllinn
að blóðgjafalækningum með því að
gera grein fyrir erfðaþáttum aðal
blóðflokkanna. Tekist hefur að þróa
marga þætti blóðgjafastarfsemi svo
vel að sú meðferð telst hin öruggasta
af vefjaflutningalækningum, enda
hagnýtt í stórum stíl í daglegu starfi
sjúkrahúsa. Það er meðal óleystra
viðfangsefna hvernig megi koma í
veg fyrir að viss smitefni berist frá
sjúkdómseinkennalausum blóðgjafa
með blóði sem úr honum er safnað í
lækningaskyni.
Stórt skref til framfara var stigið
þegar ljóst var orðið 1967 að efni það,
sem fundist hafði í áströlskum
frumbyggja og lýst var í fræðiriti
1965, gat valdið lifrarbólgu, gulu.
Þetta hafði í för með sér að
* Orðið ,,antigen" hefur verið þýtt
sem ,,mótefnavaki" og skýrt svo.
Aðskotaefni sem örvar myndun
mótefna.
heilbrigðisstjórnir lögðu þær skyldur
á herðar blóðbönkum og rannsókna-
stofum sjúkrahúsa að rannsaka helst
allar blóðeiningar, sem nota ætti við
lækningar, með tilliti til þessa
smitefnis — Ástralíu-antigens. Jafn-
framt var rannsóknaraðferðum að
sjálfsögðu beitt í sjúkrahúsum við
greiningu á gulu og lifrarbólgu.
Hér á landi hafa verið rannsakaðar
milli 35 og 40 þúsund blóðeiningar
með tilliti til Ástrallu-antigen smit-
efnis. Byrjað var á þessum rannsókn-
um á rannsóknastofu Landakots-
spítala en frá því októþer 1973 hafa
þær verið framkvæmdar í Blóðbank-
anum.
Veirur sem valda lifrarbólgu hjá
mönnum eru taldar margar en mesm
skaðvaldar eru veirugerðir A og B.
Ástralíu-antigen er nú orðið flokkað
sem veira B. Hún veldur lifrarbólgu
sem borist getur með blóðgjöfum frá
fólki sem virðist alheilbrigt en hefur
veirunaí blóðinu. Sprautusmit vegna
ófullnægjandi gerilsneyðingar eða
sóðaskapar er einnig þekkt orsök
smitunar.
Nútíma varnir gegn þessari veiru
eru að þakka brautryðjendastarfi
bandaríska læknisins Baruch Samuels
Blumberg. Það starf hans hefur
hleypt nýjum krafti í veirurannsóknir
um allan heim, sem miðar að því að
greina veiru B og fleiri veirur sem
valda lifrarbólgu og öðrum sjúkdóm-
um hjá mönnum.