Úrval - 01.04.1977, Page 84
82
URVAL
mundssonar og foreldra hans. Dr.
Blumberg, sem nýlega hafði verið í
Afríku að rannsaka Ástralíu-antigen í
mönnum og mýflugum (moskito-
flugum), þótti fjarska undarlegt að
komast í snertingu við hitabeltis-
stemningu hér á norðurhjara verald-
ar.
Eftir nótt á Laugarvatni reis dr.
Blumberg árla úr rekkju og gekk á
Laugardalsfjall. Hann var kominn
langleiðina upp b<-‘gar við hinir
komum út á hlað til að gá til veðurs
og ferða. Þegar við hittum hann
ofarlega í fjallinu á niðurleið fengum
við að vita að hann hefði haft í poka
sínum íslenskar fræðigreinar og notað
næðið uppi á fjallstindinum til að
lesa þær en jafnframt haft mikinn
unað af útsýninu í lestrarhvíldum.
Dr. Barruch Samuel Blumberg
hðlt af stað til Bandaríkjanna sunnu-
daginn 28. júlí, en þann dag átti
hinn heimsfrægi gestur okkar 49 ára
afmæli. Hann hefur því verið
fertugur þegar hann birti fyrstu
niðurstöður rannsókna sinna á
Ástralíu-antigeni sem sífellt hafa
aukið frægð hans og nú 1976 aflað
honum Nobelsverðlauna.
Við í Blóðbankanum teljum það
meiriháttar lán og hina mestu
uppörvun í starfi að hafa fengið svo
góðan gest. Dr. Blumberg hefur átt
samstarf við Blóðbankann frá því
hann kom til landsins. Hann hefur
einnig sýnt okkur þá vinsemd að
senda okkur heildarsafn af fræði-
greinum stofnunar sinnar, alls meira
en 170 greinar, sem birst hafa á
tímabilinu frá 1964 til 1973. Það er
þekkingarinnistæða sem sannir
bankamenn kunna að meta!
★
FLÖÐBYLGJUVIÐVÖRUN Á KYRRAHAFSSTRÖNDINNI
Á sovésku Kyrrahafsströndina og eyjunum við hana skella oft
öflugar flóðbylgjur — svonefndar tsunami — sem orsakast af neðan-
sjávarjarðskjálftum eða eldgosum. Viðvaranir við slíkum flóðbylgjum
hafa að sjálfsögðu mikla þýðingu og em öll hugsanleg hjálpargögn
nomð í þessu skyni. Nú síðast hefur verið komið fyrir á hafsbotni 20-30
km undan ströndinni við Kamtjatka, Sakjalin og Kúrileyjar tækjum
sem skrá skyndilega aukningu vatnsþrýstingsins. Mælingarnar em
sendar til strandstöðva með leiðslum, en þær dæma um ástandið og
senda út aðvaranir, er nauðsyn krefur.
Ráðgert er einnig að nota gervihnetti til að fínna flóðbylgjur og
hugsanlega einnig neðansjávarrask sem þeim veldur. Sovétríkin, Japan
og Bandaríkin hafa gert með sér samning um gagnkvæmar upplýsingar
um jarðskjálftahræringar og hækkun sjávarborðs 10 mínútum eftir að
þeirra verður vart.