Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 90
88
Kentucky og grenjar. Hann kreppir
hnefana, fituga eftir poppkornið,
sem hann fékk ókeypis á iðnsýning-
unni í borginni. Það lokkaði hann
ofan í borg. Asni. Meðan hann var að
troða sig út af maísnum var nýja
rauða hjólinu hans, sem kostaði 60
dollara, stolið. Hann hleypur fram og
aftur göturnar, skimar um í Ijósa-
skiptunum, en hjólið er horfið.
Hvernnig gastu verið svona kæmlaus,
Cassius Clay?
Hann stöðvar vegfaranda: ,,Hef-
urðu séð rautt hjól?” Maðurinn
hristir höfuðið, en stingur upp á því
að hann fari niður í kjallara á húsi þar
skammt frá. ,,Þar er lögreglumaður,
sem heitirjoe Martin. Kannski hann
geti hjálpað þér.”
Drengurinn hleypur ofan stigann
og hendist inn í' Columbia leikfimi-
salinn. Hann grípur andann á lofti
yfir heyfingunni og hávaðanum þar
inni. Tugir unglinga, svartra og
hvítra, hoppar og dansar, bjöllur
hringja, kaðlar skella í marrandi
gólfborðin, hanskaklæddir hnefar
skella á þungri leðurskjóðu með
dumbu hljóði. í boxhringnum boxar
einmana maður út í loftið hraðar en
Cassius getur fylgst með. Raddir
hrópa, og svo em þessir rég+tr
bundnu skellir þegar leðurskjóðan er
kýld aftur og aftur — klaggara
klaggara klagg.
Cassius stendur sem heillaður, og
það líða nokkrar mínútur þar til hann
finnur Joe Martin. ,,Það hefur
einhver stolið hjólinu mínu,” segir
ÚRVAL
hann. ,,Þegar ég finn hann ætla ég
að berja hann í kássu.”
Martin kinkar rólega kolli. Þótt
hann sé ekki á vakt, tekur hann
skýrslu. Hann virðir unglinginn fyrir
sér: ,,Kannt þú að boxa?”
,,Nei, en þegar ég finn hann skal
ég berja hann kaldan og ...”
,,Hvers vegna kemur þú þá ekki í
þjálfun hér?” spyr Martin. ,,Við
kennum box á hverju kvöldi frá sex
til átta.” Hann gefur Cassiusi
umsóknareyðublað. Unglingurinn
stingur því í rassvasa sinn.
RAUÐA HJOLIÐ FANNST aldrei.
Og sextíu dollarar vom ekkert
smámál fyrir Clayfjölskylduna. Cass-
ius Marcellus Clay vann fyrir sér og
fjölskyldu sinni sem skiltamálari.
Hann hafði eignast húsið, sem þau
bjuggu í, en honum var ævinlega fjár
vant. Hann var málglaður og
glæsilegur maður, sem gekk með
mikla drauma um frama á listabraut-
inni, en fann til niðurlægingar yfir
því að konan hans varð að vinna við
hreingerningar fyrir fjóra dollara á
dag til þess að hjálpa til við að ná
endum saman.
Cassius yngri luntaðist um húsið
heima hjá sér næstu daga, niðurbrot-
inn yfir að hafa glatað hjólinu. Næsta
laugardag var hann að horfa á sjón-
varpið. Þar var þáttur um áhuga-
boxara í Louisville, og allt í einu sá
Cassius lögreglumanninum Joe Mar-
tin bregða fyrir á skerminum. Hann
stökk á fætur og hrópaði til mömmu