Úrval - 01.04.1977, Page 95
„ÉGER MESTUR!”
líkama Cassiuar, fága stíl hans, og
,,reyna að raska ekki hugarjafnvægi
hans.”
Framan af var þetta skemmtilegt
starf. Margir þjálfarar kvarta undan
því, að erflðasta viðfangsefni þeirra sé
að vekja skjólstæðinga sína á
morgnana og koma þeim út að
hlaupa fyrir dögun, lokka þá inn í
fimleikasalina til æfinga og koma
þeim aftur í bólið — snemma og
einum. En Cassiusi þótti gaman að
hlaupa og rækta líkama sinn og
viðbrögð. Stolt hans nálgaðist sjálfs-
dýrkun, og ef hann sá að einhver
vöðva hans var að slappast rann á
hann æði við lyftingaæfingarnar.
Þótt hann væri ekki að æfa, var
hann heldur ekkert fyrir að drolla
fram á nætur, þrátt fyrir allt tal hans
um „tæfur,” en svo kallaði hann
laglegar stúlkur. ,,Hann var alltaf
dálítið feiminn við stúlkur,” segir
einn náinn vinur hans. ,,Þótt
ótrúlegt megi virðast, vafðist honum
alltaf tunga um tönn, ef hann ætlaði
að mæla sér mót við kvenmann.”
Cassiusi leið best — og enn er það
svo — með börnum. „Helsti
munurinn á mér og Steini Bollasyni
er sá, að Steinn átti ekki Cadillac,”
sagði hann einhvern tíma.
í einkalífínu var Cassius æpandi
andstaða við það, sem hann sýndi
opinberlega. Dags daglega var hann
þægilegurí viðmóti, kurteis og sýndi
sér eldra fólki fulla virðingu. En
þegar kom að því að sýna sig
93
opinberlega, var hann hávær hroka-
gikkur og orðhákur.
Snemma á sjöunda áratugnum
komu fleiri einkenni fram, aðrar
andstæður í eðli hans, sem enn eru
áberandi. Þótt hann sýni enga
miskunn í hringnum, hefur hann
ailtaf haft ýmugust á ofbeldi. Það er
Cassius CJay - Mohammed Ali - og
Joe Frazier berjast um titilinn í
Madison Square Garden í mars 1971.
fátítt, að hann haldi áfram að láta
höggin dynja á andstæðingi, sem
orðinn er sár. (Gagnrýnendur kalla
þetta „skort á drápshvöt”.) Hann
beitir sjaldan þeim þungu rothögg-