Úrval - 01.04.1977, Síða 101
,ÉG ER MESTUR!”
99
verðasvartri æsku fyrirmynd. Þvert á
móti því, sem aðrar íþróttastjörnur
gerðu, dvaldi hann löngum tíma í
fátækrahverfunum, þar sem hann
,,gekk litlar götur fullar af litlu
fólki”. Og hann flutti með sér
boðskap múhammeðstrúarinnar,
boðskapinn um að „rétta úr sér og
fljúga rétt”, sem á meira skylt við
siðfræði púrítana en dulartrú austur-
landa.
En ennþá var hann óskiljanlegur.
Einu sinni sagði hann í trúnaði við
vin sinn: „Þegar ég giftist, verður
það lítil, falleg múhammeðstrúar-
stúlka, 17 ára gömul, sem ég get
kennt það sem ég kann. Jómfrú,
ósnortin mey.” Fáum mánuðum
síðar gekk hann að eiga Sonji Roi,
veitingastúlku og fyrirsætu frá
Chicago. Hún var mörgum árum
eldri en Ali, heimsborgari og
sjálfstæð. Hún reykti og drakk og
smurði sig fegurðarsmyrslum, hafði
gaman af að dansa og fara í partí.
Hún gekk í pínupilsum og flegnum
blússum. Þar að auki hafði hún
einbeittan vilja. Þótt hún fengist til
að fara á trúarfundi múhammeðs-
trúarmanna, bar hún brigður á flestar
kenningar þeirra.
Þau löfðu saman að meira eða
minna leyti í innan við ár. Ástæðan
til þess að hjónabandið entist svo
lengi var aðeins sú, að Aii vildi ekki
taka á sig erfiðleika hjónaskilnaðar
fyrr en hann hefði tekist á við Liston
öðru sinni.
Návist múhammeðstrúarmanna
við þá keppni, sem haldin var í
Lewiston í Maine í mat 1965, var
mjög áberandi. Meistarinn var
stöðugt umkringdur hersveit hvass-
eygðra „ávaxta Islams,” eins og
karateþjálfað öryggislið þeirra var
kallað. Það renndi stoðum undir þá
sögusögn, að hópur vopnaðra svert-
ingja væri á leið til Lewiston frá New
York til þess að skjóta Ali til hefnda
fyrir nýframið morðið á Malcolm X,
sem hafði verið kennari Alis þar til
upp úr sauð milli Malcolms og
Elijahs. Þetta reyndist þó tilhæfu-
laust, en víðtæk andúðin á hinni nýju
trú Alis var raunveruleg. Eftir
keppnina — Liston var sleginn niður
í fyrstu lotu — var enn á ný þörf fyrir
„frelsara” hnefaleikanna, og Floyd
Patterson virtist fagna því ákaft að
komast á ný til vegs og virðingar.
Hann hafði meira að segja gengið svo
langt að gefa eftirfarandi yfirlýsingu:
„Það er vansæmd fyrir henfaleikana
og þjóðina, að Black Muslim skuli
vera heimsmeistari í þungavigt. Það
verður að sigra Cassius Clay og
hreinsa íþróttina af Black Muslim.”
Keppnin við Patterson í nóvember
var erfiður áfangi í versnandi
samskiptum Alis við almenning. I
auglýsingunum var keppinautunum
stilit upp sem fulltrúum hugmynda-
stefnu. Það var kristnin á móti
villutrúnni, sameiningarsinnar á
móti aðskilnaðarmönnum, góðu
strákarnir á móti vondu strákunum.
Floyd, sent aldrei fékkst til að kalla