Úrval - 01.04.1977, Page 103

Úrval - 01.04.1977, Page 103
EGER MESTUR!” 101 f f ar. Morsc sakaði Taylor og forsetann um að villa um fyrir þjóðinni varðandi stríðið í Víetnam, og Taylor gaf í skyn, að gagnrýnenaur stríðsins hjálpuðu Hanoi. Taylor átti sér flesta fylgismenn á þeim tíma, og almenn- ingsálitið var öflugt á móti þeim, sem höfðu andúð á stríðinu, ,,friðung- unum” („peaceniks”). Ali hafði verið prófaður og flokkaður í I-Y, þann hóp manna, sem ekki þóttu hæfir til að verða teknir í herinn. Síðar var hann prófaður aftur, og hafði að því er virðist einnig „fallið” á því prófi, þótt mörgum þætti það með ólíkindum. Sá, sem gat munað allan sinn leirburð eins og hann, gat hann ekki líka munað gefnar fyrirskipanir? Og nú komst Ali að því, þetta kvöld í Miami, í símtali við fréttamann fréttastofu, að hann hafði nú verið flokkaður í 1-A, sem þýddi hæfurtil herþjónustu. í reiði sinni og fáti svaraði hann: ,,Hvers vegna ég? Ég skil þetta ekki. Hvers vegna gera þeir mér þetta, — heimsmeistar- anum í þungavigt?” Ekki leið á löngu þar til sjónvarps- bílar námu staðar utan við húsið, og viðtal kom á eftir viðtali. ,,Mig langar að spyrja,” hrópaði Ali inn í hljóðnemaskóginn. ,,í tvö ár gerði stjórnin mig að alþjóðarfífli, með því að láta fólk halda að ég væri asni. Auðvitað þótti mér það slæmt, og pabbi og mamma tóku það nærri sér. Og nú setja þeir mig í 1-A án þess að vara mig við opinberlega eða prófa mig. Hvers vegna var ég yfirlýstur hálfviti í tvö ár?” Milli viðtalanna sat hann í stólnum sínum og múhammeðsku lífverðirnir og vinirnir fóðruðu sívaxandi of- sóknarkenndina. ,,Þetta er bara enn eitt dæmið um það, hvernig þessir hvítu djöflar gera allt sem þeir geta til að koma okkur á kné,” sögðu þeir. Þeir sögðu sögur af eigin reynslu af kynþáttamisréttinu í heimsstyrj- öldinni síðari og Kóreustríðinu. Einn múhammeðstrúarmannanna spáði því, að Ali slyppi aldrei lifandi gegnum frumþjálfun hermennsk- unnar. „Einhver feitur liðþjálfabjálfi sprcngir þig í loft upp á hand- sprengjusvæðinu. ’ ’ Fréttamenn héldu áfram að spyrja Ali um skoðun hans á stríðinu í Víetnam, og hann yppti bara öxlum. Loksspurði einhver: ,,Nú, en hver er skoðun þín á Víetkong?!! Og þá kom það. Hann var þreyttur, örvæntingarfullur, reiður, fannst hann hafa verið svikinn. Hann sagði: ,,Ég hef ekkert á móti Víetkong.” Fylkjastjórnir, hópar fyrrverandi hermanna, leiðarahöfundar dag- biaðanna, allir veifuðu þessu svari eins og rauðum fána. Keppninni 'í Chicago var aflýst. Engin bandarísk borg vildi hýsa keppni með Mohammad Ali. Heimssamband hnefaleika, lauslegt samband hnefa- leikanefnda fylkja og borga, herti á sér af öllum mætti að koma upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.