Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 103
EGER MESTUR!”
101
f f
ar. Morsc sakaði Taylor og forsetann
um að villa um fyrir þjóðinni
varðandi stríðið í Víetnam, og Taylor
gaf í skyn, að gagnrýnenaur stríðsins
hjálpuðu Hanoi. Taylor átti sér flesta
fylgismenn á þeim tíma, og almenn-
ingsálitið var öflugt á móti þeim, sem
höfðu andúð á stríðinu, ,,friðung-
unum” („peaceniks”).
Ali hafði verið prófaður og
flokkaður í I-Y, þann hóp manna,
sem ekki þóttu hæfir til að verða
teknir í herinn. Síðar var hann
prófaður aftur, og hafði að því er
virðist einnig „fallið” á því prófi,
þótt mörgum þætti það með
ólíkindum. Sá, sem gat munað allan
sinn leirburð eins og hann, gat hann
ekki líka munað gefnar fyrirskipanir?
Og nú komst Ali að því, þetta
kvöld í Miami, í símtali við
fréttamann fréttastofu, að hann hafði
nú verið flokkaður í 1-A, sem þýddi
hæfurtil herþjónustu. í reiði sinni og
fáti svaraði hann: ,,Hvers vegna ég?
Ég skil þetta ekki. Hvers vegna gera
þeir mér þetta, — heimsmeistar-
anum í þungavigt?”
Ekki leið á löngu þar til sjónvarps-
bílar námu staðar utan við húsið, og
viðtal kom á eftir viðtali. ,,Mig
langar að spyrja,” hrópaði Ali inn í
hljóðnemaskóginn. ,,í tvö ár gerði
stjórnin mig að alþjóðarfífli, með því
að láta fólk halda að ég væri asni.
Auðvitað þótti mér það slæmt, og
pabbi og mamma tóku það nærri sér.
Og nú setja þeir mig í 1-A án þess að
vara mig við opinberlega eða prófa
mig. Hvers vegna var ég yfirlýstur
hálfviti í tvö ár?”
Milli viðtalanna sat hann í stólnum
sínum og múhammeðsku lífverðirnir
og vinirnir fóðruðu sívaxandi of-
sóknarkenndina. ,,Þetta er bara enn
eitt dæmið um það, hvernig þessir
hvítu djöflar gera allt sem þeir geta
til að koma okkur á kné,” sögðu
þeir. Þeir sögðu sögur af eigin reynslu
af kynþáttamisréttinu í heimsstyrj-
öldinni síðari og Kóreustríðinu. Einn
múhammeðstrúarmannanna spáði
því, að Ali slyppi aldrei lifandi
gegnum frumþjálfun hermennsk-
unnar. „Einhver feitur liðþjálfabjálfi
sprcngir þig í loft upp á hand-
sprengjusvæðinu. ’ ’
Fréttamenn héldu áfram að spyrja
Ali um skoðun hans á stríðinu í
Víetnam, og hann yppti bara öxlum.
Loksspurði einhver: ,,Nú, en hver er
skoðun þín á Víetkong?!!
Og þá kom það. Hann var
þreyttur, örvæntingarfullur, reiður,
fannst hann hafa verið svikinn. Hann
sagði: ,,Ég hef ekkert á móti
Víetkong.”
Fylkjastjórnir, hópar fyrrverandi
hermanna, leiðarahöfundar dag-
biaðanna, allir veifuðu þessu svari
eins og rauðum fána. Keppninni 'í
Chicago var aflýst. Engin bandarísk
borg vildi hýsa keppni með
Mohammad Ali. Heimssamband
hnefaleika, lauslegt samband hnefa-
leikanefnda fylkja og borga, herti á
sér af öllum mætti að koma upp