Úrval - 01.04.1977, Page 108
106
URVAL
Leikur þeirra var einfaldlega
auglýstur sem KEPPNIN. Tveir bestu
þungavigtarhnefaleikarar samtímans,
báðir gullverðlaunahafar af ólympíu-
leikum, báðir ósigraðir sem atvinnu-
menn, áttu að sanna karlmennsku
sína í keppni. Dagsetningin var 8.
mars 1971, staðurinn hinn nýji
Madison Square Garden, verðlaunin
tvær og hálf milljón dollara handa
hvorum, hærri upphæð en nokkru
sinni fyrr hafði verið í boði. En í
augum margra var KEPPNIN meira
en keppni. Það var móralskt uppgjör.
Hún stóð í fimmtán mínútur.
Þetta var hroðalegasta og grófasta
keppni, sem mannfjöldinn, prýddur
fjölda frægs fólks, hafði nokkurn
tíma séð. Ali hafði komið til að sýna
meistaraleik. Hann var ekki aðeins
staðráðinn í að sigra, heldur líka að
sanna að hann þyldi bestu högg
Fraziers, og að hann gæti slegið fastar
en sá, sem frægastur var fyrir
þunghöggin sín. En hann vanmat
styrk Joes og þjálfun, og ofmat
sjálfan sig. f síðustu lotunni sló
Frazier hann niður. Þetta var kvöld
Fraziers, um það voru allir samdóma.
Þó sigruðu þeir báðir þetta kvöld.
Frazier var ekki lengur í Iskugganum
af Ali. Hann var óumdeildur heims-
meistari og naut virðingar sem úrvals
hnefaleikari. En Ali hafði sannað
nokkuð líka. Enginn hafði efast um
hraða hans eða hæfni. En hugrekki
hansí hringnum, „hjartað”, eins og
boxaðdáendur kalla það, hafði verið
dregið í efa. Nú fór ekki milli mála
að Ali hafði „hjarta”, né að hann var
fullkominn meistari, hvort sem hann
hafði titilinn eða ekki.
Daginn eftir var Ali jafn viss um
sjálfan sig í ósigri eins og hann hafði
alltaf verið í sigri. „Tapaði bara
keppni, það var allt og sumt. Ég hef
mikilvægari hluti að hafa áhyggjur af
í lxfinu,” sagði hann. ,,Ef til vill gerir
þetta mig bara betri. Ég fékk
tækifæri. Ef maður tapar, þá tapar
maður. Maður skýtur sig ekki þess
vegna.
Ég verð að fagna ósigri mínum eins
og ég fagna sigrum mínum, svo
aðdáendur mínir geti ráðið við sína
ósigra, áföllum hversdagsllfsins —
einhver í fjölskyldunni deyr, menn
tapa eigum sínum......”
Það var gripið fram í fyrir honum:
„Meist...”
,,Ekki kalla mig meistara,” sagði
Ali þýðlega. ,,Það er Joe, sem er
meistarinn núna.”
„Muhammad,” sagði einhver
annar. „Manstu fyrir keppnina við
Liston í fyrra skiptið, þegar þú sagðir,
að ef þú tapaðir myndir þú verða
kominn út á götu næsta dag,
öskrandi: „Enginn sigrar mig tvisv-
ar?”
Hægt bros færðist yfir andlit Alis:
„Ég man það. Og vitið þið hvað ég
segi núna? Færið mér Joe Frazier....
enginn sigrar mig tvisvar....”
Hann brýndi raustina, og orðin
brutust út úr honum eins og foss:
„Ég skal jafna um Joe að þessu
sinni. Ég er tilbúinn núna...... Joe,