Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 110

Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 110
108 ÚRVAL og annan afmælisdaginn sinn, 28. janúar 1974, sigraði hann Joe Frazier örugglega í tólf lotu leik í Madison Square Garden. Hann virtist ánægð- ur með frammistöðu sína. Eftir leikinn fékk hann sér ís og gortaði: „Lít ég út fyrir að vera 32 ára?” Nú var Foreman undir þrýstingi. Hann varð að sanna, að hann gæti sigrað AIi. Það þurfti margra mánaða vinnu hinna slungnu aðstoðarmanna AIis að koma því í gegn. Smám saman komu þeir saman stórkostleg- ustu eins kvöld skemmtun í sögunni. Svo mikla peninga þurfti til, að aðeins land, sem horfði ekki í peninginn til þess að beina til sín alheimsathygli hafði efni á þessu. Fyrir valinu varð Kinshasa, höfuð- borg hins nýja, svarta ríkis í Afríku, Tsaíre. Nú er talið, að fjórðungur alls mannkyns hafí séð þennan atburð, ýmist á staðnum, með beinu sjónvarpi, að myndsegulböndum eða kvikmyndum. Anthony Quinn, leik- ari, sem var að vinna við upptöku kvikmyndar í Tripoli, hefur sagt frá því, hvernig múhammeðstrúarmenn meðal áhorfenda báðu til Allah fyrir keppnina og hlupu til og kysstu á skerminn, meðan Ali leyfði Foreman að berja sig, áður en hann gerði ofsafengna gagnárás sína. í áttundu lotu, þegar Ali sló Foreman niður, ætlaði allt um koll að keyra um allan þriðja heiminn af fagnaðarlátum. Mannfjöldinn dansaði slöngudans á götunum í Afríku og Asíu, í íran fögnuðu leigubílstjórarnir sigri Alis með því að taka ekki greiðslu af farþegum sínum. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Ali hóf síðara veldisskeið sitt sem heimsmeistari í þungavigt með þeim glæsibrag, sem hann hafði ekki hlotið þegar hann varð meistari í hið fyrra sinn. Tveim dögum eftir sigurinn kom hann til Chicago, borgarinnar, sem ekki vildi leyfa honum að keppa innan marka sinna eftir það sem hann lét sér um munn fara um Víetkong. Að þessu sinni.var borgarstjórinn til staðar til að heiðra hann. Viku seinna var hann kominn til fæðingarborgar sinnar og gaf þá þessa yfirlýsingu: ,,Louisville er merkasti staður heimsins. Hún hlýtur að vera það, því ég er héðan.” Mánuði síðar var hann kominn til New York til að taka þátt í „Muhammad Ali deginum.”Og 10. desember 1974 tók Ford forseti á móti honum í Ávölu stofunni í Hvítahúsinu. ,, Meistaratitillinn ’ ’, sagði Ali, ,,er hámark alls.” HANN GAT ALDREI á sér setið að kyssa börn og kela við þau. ,,Þú skalt muna þetta alla ævi. Pabbi þinn og mamma minna þig á það, ef þú gleymir því, og sýna þér myndina: Það var heimsmeistari, sem kyssti þig” Og hann bætti gjarnan við: ,,Einu sinni komjoe Louis til Louisville og hallaði sér upp að símastaur á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.