Úrval - 01.04.1977, Side 121
SKEMMTIFERÐ MEÐ RÓSETTU
119
ferðalagi um frönsku landbúnaðar-
héruðin í húsvagni, sem hestur dró
— eins konar sígaunavagni.
, .Ævintýraferð — með sex kíló-
metra hraða á klukkustund!” sagði
Emilie og hló. ,,Það er æðisgengið!”
Ekki hafði hún hugmynd um, hve
rétt hún hafði fyrir sér.
Stóri dagurinn rann upp í júlí, hlýr
og geislandi. í hestvagnaleigunni í
Tessé-la-Madeleine í Orne hittum
við forstjórann. Það var kraftalegur,
hjólbeinóttur náungi, hvassleitur til
augnanna. „Komið og heilsið upp á
Rósettu,” sagði hann. ,,Það er góð
hryssa. Sterk og þolin.”
Hún reyndist vera miðlungs á alla
vegu, það er að segja ágætlega stór.
Hún var jörp á lit, og stór,
dimmbrún augu hennar voru djúp
og dreymandi, þar til þau náðu til
mín. Þá varð svipur þeirra beinlínis
eitraður. En enginn tók eftir því, og
Irene og Emilie urðu stórhrifnar og
ráku upp viðeigandi kunnáttusamleg
hljóð.
,,Ég vona,” sagði Irene með sinni
mestu hestarödd, ,,að hún sé ekki
veik í hófliðunum.”
Það hlaut að vera lýðum ljóst, að
við vorum engir viðvaningar. Svo
forstjórinn hlífði okkur við venjulegu
námskeiði í því að fara með hest og
vagn.
Irene skellti tungu í góm og kippti
í taumana, einmitt um leið og ég rak
síðustu töskuna upp í vagninn að
aftan. Teningunum var kastað.
Þetta hófst allt eins og best varð á
kosið. Emilie var í sjöunda himni yfir
þægindum vagnsins. ,,Það er meira
að segja upptakari,” sagði hún með
viðurkenningarhreim. Rósetta naut
þess að vera komin úr húsi og
skokkaði rösklega ofan eftir þjóðveg-
inum. Stórir spörvahópar léttu sér af
runnunum í þýðum vængjaþyt,
þegar við nálguðumst. Ég slappaði af
og ætlaði að fara að kveikja mér í
fyrsta vindlinum.
í sömu andrá uppgötvaði Rósetta
dálítið af safaríku grængresi yfir á
vinstri vegarbrúninni og þaut þvert
yfir veginn. Vinstri hjólin á vagn-
inum fóru ofan í vegarskurðinn. Ég
kastaðist yfir á Irene, sem valt niður á
jörðina eins og blautur blaðavöndull.
Öskur Emilie innan úr vagninum
þögnuðu snögglega við skriðufall af
pottum og pönnum.
Ég kom fyrir mig fótunum og þaut
inn til að hjálpa henni. Hún sat
fastklemmd milli suðuplötunnar og
farangursins, en sykur og hrísgrjón
hrísluðust blíðlega ofan yfir hana.
Hún minnti mest á albrynjaðan
riddara, sem óvænt hefur lent í
hagléli.
Þegar búið var að frelsa Emilie,
ætluðum við að fá Rósettu til að
draga okkur upp aftur. Það tók
ríflega þrjá tíma, eða þann sama tíma
og það tók hana að hreinsa allt grasið
af vegarbrúninni. Við toguðum, við
• ýttum. Rétt í þann mund sem við
vorum að gefast upp og ætluðum að
fara að hringja eftir hjálp, lauk
Rósetta millimálabitanum sínum.