Úrval - 01.04.1977, Page 121

Úrval - 01.04.1977, Page 121
SKEMMTIFERÐ MEÐ RÓSETTU 119 ferðalagi um frönsku landbúnaðar- héruðin í húsvagni, sem hestur dró — eins konar sígaunavagni. , .Ævintýraferð — með sex kíló- metra hraða á klukkustund!” sagði Emilie og hló. ,,Það er æðisgengið!” Ekki hafði hún hugmynd um, hve rétt hún hafði fyrir sér. Stóri dagurinn rann upp í júlí, hlýr og geislandi. í hestvagnaleigunni í Tessé-la-Madeleine í Orne hittum við forstjórann. Það var kraftalegur, hjólbeinóttur náungi, hvassleitur til augnanna. „Komið og heilsið upp á Rósettu,” sagði hann. ,,Það er góð hryssa. Sterk og þolin.” Hún reyndist vera miðlungs á alla vegu, það er að segja ágætlega stór. Hún var jörp á lit, og stór, dimmbrún augu hennar voru djúp og dreymandi, þar til þau náðu til mín. Þá varð svipur þeirra beinlínis eitraður. En enginn tók eftir því, og Irene og Emilie urðu stórhrifnar og ráku upp viðeigandi kunnáttusamleg hljóð. ,,Ég vona,” sagði Irene með sinni mestu hestarödd, ,,að hún sé ekki veik í hófliðunum.” Það hlaut að vera lýðum ljóst, að við vorum engir viðvaningar. Svo forstjórinn hlífði okkur við venjulegu námskeiði í því að fara með hest og vagn. Irene skellti tungu í góm og kippti í taumana, einmitt um leið og ég rak síðustu töskuna upp í vagninn að aftan. Teningunum var kastað. Þetta hófst allt eins og best varð á kosið. Emilie var í sjöunda himni yfir þægindum vagnsins. ,,Það er meira að segja upptakari,” sagði hún með viðurkenningarhreim. Rósetta naut þess að vera komin úr húsi og skokkaði rösklega ofan eftir þjóðveg- inum. Stórir spörvahópar léttu sér af runnunum í þýðum vængjaþyt, þegar við nálguðumst. Ég slappaði af og ætlaði að fara að kveikja mér í fyrsta vindlinum. í sömu andrá uppgötvaði Rósetta dálítið af safaríku grængresi yfir á vinstri vegarbrúninni og þaut þvert yfir veginn. Vinstri hjólin á vagn- inum fóru ofan í vegarskurðinn. Ég kastaðist yfir á Irene, sem valt niður á jörðina eins og blautur blaðavöndull. Öskur Emilie innan úr vagninum þögnuðu snögglega við skriðufall af pottum og pönnum. Ég kom fyrir mig fótunum og þaut inn til að hjálpa henni. Hún sat fastklemmd milli suðuplötunnar og farangursins, en sykur og hrísgrjón hrísluðust blíðlega ofan yfir hana. Hún minnti mest á albrynjaðan riddara, sem óvænt hefur lent í hagléli. Þegar búið var að frelsa Emilie, ætluðum við að fá Rósettu til að draga okkur upp aftur. Það tók ríflega þrjá tíma, eða þann sama tíma og það tók hana að hreinsa allt grasið af vegarbrúninni. Við toguðum, við • ýttum. Rétt í þann mund sem við vorum að gefast upp og ætluðum að fara að hringja eftir hjálp, lauk Rósetta millimálabitanum sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.