Læknaneminn - 01.04.2016, Side 22

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 22
Ri trý nt e fn i 22 Inngangur Glúten garnamein (glútenofnæmi í görn, e. gluten sensitive enteropathy, coeliac disease eða celiac sprue) er senni- lega algengasta orsökin fyrir lang- vinnu van frásogi (e. mal absorption) næringar efna1. Sjúk dómurinn ein- kennist af fjöl breyttri klín ískri birtingar mynd sem er oft einkenna- lítil eða einkenna laus. Dæmigert sjúkratilfelli Fertug kona leitar til læknis vegna lang vinns slappleika, þreytu og depurðar. Hefur haft slík einkenni síðustu 15-20 ár og áður verið greind með járnskortsblóðleysi sem var talið tengjast tíðablæðingum. Kvartar undan óreglulegum, illa lyktandi og linum hægðum. Einnig einkenni um vindgang, garnagaul, meltingarónot og þaninn kvið. Neitar blóði í hægðum. Þolir illa mjólk. Hefur misst um 9 kg á síðustu þremur árum. Niðurstöður úr maga- og ristilspeglun fyrir 12 árum voru ómark verðar. Saga um vanvirkan skjaldkirtil, beinbrot, ófrjósemi og óljós útbrot á rasskinnum. Blóðrannsóknir sýna dvergkornablóðleysi (e. microcytic anaemia); blóðrauði 107 g/L (viðmiðunargildi 134-171 g/L) og MCV 74 (76-100 fL). Athugun á járnbúskap sýnir járnskort, ferritín 7 µg/L (20-200 µg/L), B12 er vægt lækkað og fólínsýra við neðra viðmiðunargildi. Albúmín 33 g/L (35-50 g/L), próþrombíntími er lengdur og er 18 sekúndur (viðmiðunargildi 9-12 sekúndur). Lifrarprufur eru innan viðmiðunarmarka. IgA mótefni gegn tissue transglutaminase (tTG) eru hækkuð. Við magaspeglun sést bólga í slímhúð skeifugarnar og rifflaðar slímhúðarfellingar (e. scalloping). Smásjárskoðun á slímhúðar- sýni úr skeifugörn sýnir eitilfrumuíferð og tap á garnatotum. Skilgreining Glúten garnamein er bólgusjúkdómur í þörmum (e. entero ­ pathy) einstaklinga, sem eru útsettir fyrir ofnæmi af völdum fæðu sem inniheldur glúten. Sjúkdómurinn getur haft ýmis og oft ósértæk einkenni við greiningu. Einkenni sjúkdómsins eru langvinn og koma fram við neyslu á matvælum sem innihalda glúten, en það er prótein sem finnst í hveiti og gefur bökunareiginleika brauðdeigs. Efniseiginleikar glútens eru flóknir, en skyld prótein sem eru svipuð að byggingu finnast í byggi og rúgi2. Meinalífeðlisfræði Sjúkdómurinn er tengdur erfðum en nánast allir sjúklingar með glúten garnamein hafa arfgerðina HLA-DQ2 (~90%) eða HLA-DQ8 (~10%). Önnur hvor arfgerðin er nauðsynleg, en ekki nægileg ein og sér til að orsaka sjúkdóminn. Við neyslu glútens og annarra prólín- og glútamínríkra próteina sem finnast í hveiti, rúgi og byggi, myndast sjálfsmótefni gegn hvatanum tTG, sem veldur sjálfsofnæmissjúkdómi í þörmum3. Myndun sjálfsmótefna gegn tTG, sem finnst meðal annars í hjarta, lifur og smágirni, útskýrir flest einkenni sjúkdómsins. Hlutverk tTG ensímsins er meðal annars að fjarlægja amíðhóp af amínósýrunni glútamín og breyta því þannig í glútamínsýru. Krossbinding glútens og tTG, sem verður við eðlilega starfsemi ensímsins, örvar sérhæfðar B-eitilfrumur til að losa anti-tTG IgA og IgG. Myndun glútamínsýru leiðir auk þess til aukinnar bindingar glútenpeptíða við HLA-DQ2 eða HLA-DQ8 á sýnifrumum (e. antigen­presenting cells, APC), sem örva T-frumur og hvetja til bólguviðbragðs sem veldur stýrðum frumudauða (e. apoptosis) í garnaþekjunni2. Langvinn bólga í þarmaslímhúðinni veldur tapi á þekju- frumum, fækkun og rýrnun á garnatotum (e. intestinal villi) og minnkaðs yfirborðs þarma, sem leiðir til minnkað rar frásogshæfni garnaþekjunnar og skertrar virkni meltingar- ensíma. Afleiðingin er vanfrásog á næringarefnum (próteinum, fitu og kolvetnum) auk ýmissa nauðsynlegra næringarefna, til dæmis fituleysanlegra vítamína, járns, B12 og fólínsýru. Bólgan í garnaþekjunni eykur ennfremur á vanfrásog með aukinni vökvaseytingu sem getur leitt til niðurgangs. Ónægt frásog orsakar skortseinkenni og þyngdartap4. Því eiga sjúklingar með glúten garnamein oftast þrennt sameiginlegt: • Arfgerðina HLA-DQ2 eða HLA-DQ8. • Einkenni koma fram eftir neyslu á glúteni (eða skyldum próteinum). • Jákvæð sjálfsmótefni gegn ensíminu tissue transglutaminase (tTG). Glúten garnamein Er það eitthvað ofan á brauð? Sigurður Jón Júlíusson fimmta árs læknanemi 2015-2016 Hallgrímur Guðjónsson sérfræðingur í meltingar lækningum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.