Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 124

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 124
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 124 Læknanemar hafa mik inn áhuga á kennslu málum enda er það sennilega þeirra stærsta hags- muna mál. Kennsla við lækna deild er því eitt al gengasta umræðu efni lækna- nema í kaffipásum og partýjum. Innan Félags læknanema (FL) starfar nefndin Kennslu- og fræðslumálanefnd (KF) sem hefur í áraraðir barist fyrir bættri kennslu og þá einkum fyrir aukinni áherslu á vendikennslu, tilfellamiðaða kennslu og umræðutíma. Þannig má búa til spennandi nám sem er ekki bara yfirgripsmikið og gagnlegt heldur líka skemmtilegt og áhuga- vert. Þó svo að stjórnendur við læknadeild hafi tekið vel í þessar hugmyndir hafa þær sjaldnast skilað sér í breytingum hjá kenn- urum deildarinnar. Með nokkrum lykil- undantekningum er læknanám á Íslandi að miklu leyti kennt í illa loftræstum sölum þar sem óvirkir nemendur eru leiddir í gegnum ítarleg smáatriði sérhæfðra sviða með aðstoð myndasnauðra glærupakka. Í haust voru mótuð sérstök áhersluatriði læknanema í kennslu málum. Mikið var rætt um grunnnámið en upplifun læknanema virðist vera að þar séu mest tækifæri til úrbóta. Nemum í grunnnámi finnst þeir eiga erfitt með að tengja námsefnið við raunveruleikann og þykir stór hluti námsins þurr og óspennandi. Nemar á efri árum upplifa svo að þeirra grunnnám hafi ekki undirbúið þá nægjanlega vel fyrir nám á efri árum. Einn stærsti liður áhersluatriða læknanema var að auka aðkomu klínískra kennara og nema af efri árum að kennslu í grunnnámi. Þannig mætti ekki bara tengja grunnnema betur við klín íkina heldur á sama tíma hjálpa klínískum nem um að tengja grunnvísindin við sína klínísku þekkingu. Í stað þess að bíða breytinga hjá læknadeild ákvað FL að hrinda af stað kennsluverkefni í samstarfi við KF. Þannig var hægt að gera tilraunir með ýmis kennsluform og kanna hvort kennsla frá klínískum nemum væri hreinlega fýsileg. Umfjöllunarefnið var námsefni kúrsanna lífefna- og lífeðlisfræði B enda hefur námsefnið mikla tengingu við klíníska læknisfræði og því auðvelt að tengja tilfelli inn í kennsluna. Markmiðið með kennslunni var að hjálpa nemendum að skilja námsefnið og vekja áhuga með því að ræða þá þætti námsefnisins sem nýtast í klíníska náminu og tengja þá við raunveruleg tilfelli. Lögð var rík áhersla á að kennslan ætti alls ekki að undirbúa nemendur fyrir próf heldur eingöngu fyrir efri ár læknisfræðinnar og lífið. Haldnir voru fjórir aukatímar utan skólatíma á göngudeild 22B á kvennadeildinni. Þar voru nemar af fimmta og sjötta ári sem kenndu annars árs nemum eftir sínu höfði. Hver tími hafði sitt þema en þau voru; hjarta- og æðakerfi, nýru, lungu og loftskipti, innkirtlar og efnaskipti. Nemum var skipt upp í minni hópa og róterað milli stofa. Kennarar höguðu kennslunni eins og þeir hefðu viljað læra og það skilaði sér í mjög fjölbreyttum kennsluháttum. Tilfelli voru tekin fyrir og Nemar kenna nemum Fimmta og sjötta árs nemar kenna annars árs nemum lífefna­ og lífeðlisfræði. Sæmundur Rögnvaldsson formaður Félags læknanema 2015-2016 Sjónarhorn nema Ragna Sigurðardóttir annars árs læknanemi 2015-2016 Ég er ekki í neinum vafa um þakklæti annars árs nemenda í garð þeirra sem komu að verkefninu. Aukatímarnir juku áhuga á námsefninu en kennurum tókst vel að tengja grunnatriði eins og jöfnur í lífeðlis- og lífefnafræði við klínísk tilfelli. Okkur gafst færi á að læra í litlum hópum sem er afar sjaldgæft, sérstaklega í grunnnáminu. Gott var að fá kennslu frá nemendum sem höfðu fyrir ekki svo löngu verið í okkar sporum og skildu þar af leiðandi viðhorf okkar til námsefnisins. Auk þess var gaman að fá að kynnast eldri nemendum sem maður sér annars sjaldan. Kaffipásurnar voru ógleymanlegar (enda Quality Street á boðstólnum) og kvöldin á kvennadeildinni í heild sömuleiðis. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að tímarnir hafi aukið metnað minn og áhuga á námsefninu til muna. Niðurstöður könnunarinnar í kjölfar verkefnisins tala líka sínu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.