Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 19
17
Goðasteinn 2013
var svo hrifin af. Við fréttum iðulega af nýjum fjarlægum áfangastöðum, ég get
nefnt sem dæmi, Japan, Ástralíu, og Bahamaeyjar.
Hvernig gengur að selja vörurnar þínar erlendis?
Kvöldið sem „Guð blessi Ísland“ ræðan fór í loftið, var ég á námskeiði hjá
Útflutningsráði. Kennsluefnið var allt sem kæmi að því hvernig maður ætti
að koma sér á framfæri erlendis og hefja útflutning. Námskeiðið hét „Konur í
útrásarhug“. Eiginlega varð nánast allt námsefnið þar með ónýtt, því þarna var
verið að mæra alla útrásavíkingana; hvað þeir hefðu nú gert allt snilldarvel.
Eftir á að hyggja var þetta svolítið vandræðalegt. Það var því ekki auðvelt á
þessum tíma að reka fyrirtæki sem heitir HeklaÍslandi og ætla að fara að flytja
út vörur. Ég hef alltaf verið stolt af landinu mínu og af því að vera Íslendingur.
En það brast þarna. Ég hafði stefnt til danmerkur. En nú hafði ég ekki lengur
áhuga á því; á þessum tímapunkti skammaðist ég mín fyrir þjóðernið. Eins
hafði ég kynnt vörur mínar hjá hollenskri heildsölu sem ætlaði að dreifa þeim
þar. En þegar hrunið kom, sögðu þeir, að það væri best að geyma þetta að sinni.
Hvar sem maður kom og kynnti sig sem Íslending, fékk maður bara eitt stórt
„NEi“.
En í dag er ég bara fegin, að hafa ekki byrjað fyrr, því vöruúrvalið hjá mér
er miklu stærra nú, en það var þá. Mér finnst ég miklu tilbúnari í þetta núna.
Það er líka ágætt, að hafa bæði styrk og reynslu, áður en maður fer að selja
vörur erlendis. Maður þarf t.d. að hafa bolmagn til að framleiða nógu mikið
ef út í það fer. Þetta er það sem Íslendingar flaska oft á, það eru pöntuð 1000
stykki af tiltekinni vöru og þá eru bara 100 til.
En nú er ætlunin að fara af stað. Við ætlum okkur að fara með vörurnar
okkar á stóra vörusýningu í Frankfurt vorið 2015, erum búnar að fara nokkrum
sinnum út að skoða sýningar og teljum okkur vera tilbúnar í þetta skref. Þetta
er ein stærsta sýningin í þessum flokki, þar sem bæði er sýnd nýjasta hönnunin
og allt annað sem viðkemur nytjavörum.
Þú hefur ekki látið neitt stoppa þig?
Nei, ætli ég hafi ekki bara notað þennan tíma vel til að byggja upp mitt
fyrirtæki, síðustu þrjú árin höfum við verið hér þrjár í vinnu. En svo er ég
auðvitað í samvinnu við annað fagfólk, bæði hönnuði, ljósmyndara, prent-
smiðjur og fleiri. Við erum mjög heppin með okkar útsölustaði og samverka-
fólk. Við leggjum mikla áherslu á persónuleg samskipti og tryggð við okkar