Goðasteinn - 01.09.2013, Page 23

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 23
21 Goðasteinn 2013 Jarðir sem voru hjáleigur báru ekki allar hjáleigunafnið enda var mjög misjafnt frá einu sveitarfélagi til annars hvaða nafnasiðir tíðkuðust. Í landeyjum báru fjölmörg afbýli hjáleigunafnið en í næstu sveit, kringum hið fornfræga býli Odda á Rangárvöllum, bar einungis eitt hinna sjö afbýla jarðarinnar hjáleigunafn. Sú hét Jónshjáleiga en gekk stundum undir nafninu tröð. Hinar hétu Oddhóll, Kumli, Kragi, langekra, dvergasteinn og Vindás. Afbýli sem báru hjáleigunafnið í Rangárvallarsýslu voru þó flest við sjávarsíðuna eða í láglendissveitum. Þó voru um tíma tvö afbýli frá Vatnsdal í Fljótshlíð. Í vestanverðri sýslunni þekktist hjáleigunafnið í landsveit og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er getið um sex hjáleigur en einungis var enn búið í tveimur þeirra þegar þeir félagar fóru um landið. Önnur þeirra var Snjallsteinshöfðahjáleiga þar sem enn er búið. Síðastnefnda hjáleigan fékk nýtt nafn árið 1952 þegar þáverandi ábúendur fengu nafnið Árbakki samþykkt. Nýtt nafn var kannski eðlilegt í tilviki Snjallsteinshöfðahjáleigu enda nafnið tungubrjótur hinn versti og inniheldur sjö sérhljóða. Hins vegar var hér ekki um einsdæmi að ræða því að um líkt leyti fengu fjölmargar aðrar jarðir sem áður báru hjáleigunafnið nýtt nafn. Sem dæmi má nefna að Kálfholtshjáleiga í Ásahreppi varð að lækjartúni og Efri-Vatnahjáleiga í Austur-landeyjum fékk nafnið Svanavatn. loks má nefna að árið 1962 var samþykkt nafnabreyting á Fíflholts - Vesturhjáleigu í Vestur-Landeyjum sem varð að Lækjarbakka. Sterk rómantísk áhrif má greina í endurskírn þessara jarða. Á þessum árum var algengt að menn skiptu um nöfn á jörðum enda breyttust jarðargæði mjög samhliða því sem framræsla og ræktun hófst. Verðandi stórbændum í láglendissveitunum hefur eflaust þótt ankannalegt að búa í hjáleigu. Nú er erfitt að sjá mun þegar litið er heim að hjáleigu og höfuðbýli og sennilegast er bændum nútímans tiltölulega sama þótt þeir búi í hjáleigu eða koti. Svo háttar til í Rangárþingi að bæjarnöfn sem enda á -hjáleiga eru mörg. Nafn þetta þekkist varla norðan heiða en sunnanlands er það algengast í Rangárvallarsýslu. Á lögbýlaskrá nútímans er hjáleigunafnið einungis að finna á Austfjörðum, Héraði, í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallarsýslu og Árnessýslu. Norðanlands er hins vegar mun algengara að afbýli beri nafnið kot, sel eða hús. Flestar eru hjáleigurnar í landeyjunum og Flóanum. Sú spurning læðist að manni hvort sjávarnytjar hafi á einhvern hátt verið tengdar við búsetu í hjáleigu. Spyrja má hvort bæjarþyrpingarnar í landeyjum og víðar við suðurströndina, sem margar voru byggðar utan um höfuðbýlið sem stóð upp á litlum hrygg eða hól, hafi verið fyrsti vísir að þéttbýli. Sú almenna söguskoðun að bændur hafi hamlað myndun þéttbýlis er kannski ekki að öllu leyti rétt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.