Goðasteinn - 01.09.2013, Side 44

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 44
42 Goðasteinn 2013 átrúnað, norræna heiðni forfeðranna og sögu Noregskonunga. Hann samdi rit, átti þátt í löggjöf, m.a. afdrifaríkri löggjöf um tíund, skatt sem kvað á um gjöld til presta, kirkjustaða og samfélagsins. Kona Sæmundar hét Guðrún Kolbeins- dóttir, ættuð af Rangárvöllum ytri, landi, og hefur verið talið að það hafi verið með Guðrúnu sem höfuðbólið Stóru-Vellir hafi komið í eign Oddaverja. En jafnframt því sem Oddastaður varð smám saman miðstöð fræða og fræðslu efldust áhrif og völd Oddaverja og hélt svo fram langa hríð mann fram af manni. Svo margvís og magnaður þótti Sæmundur fróði í Odda að um hann spunn- ust sögur sem lifað hafa með þjóðinni allt til þessa dags. Einungis Guðmundur góði Arason hefur orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Þjóðsögurnar urðu einkum til eftir hans dag, flestar fáránlegar gamansögur og sumar flökkusögur sem sagðar voru um aðra hálærða menn erlendis. En tilurð þeirra ber vitni um þá virðingu sem alþýða hefur borið fyrir hinum einstæða nágranna sínum, bónd- anum í Odda sem gaf sér tíma til að taka þátt í heyskapnum þrátt fyrir ann- ríki við æðri verkefni. Sennilega hefur hann verið hnyttinn og gamansamur með vinnuhjúum sínum, já, fræðandi og fjörmikill grallari milli þess að hann gleymdi sér í þungum þönkum um háfleyg málvísindi eða stjörnufræði. Börn þeirra Sæmundar og Guðrúnar urðu kunn að gáfum og dugnaði. Þau héldu á loft merki hins fróða föður á sviði mennta og umsvifa. Eyjólfur og loftur fullnuma sig og verða prestar og má hið sama segja um sum barna og barnabarna hinna systkinanna, loðmundar og Þóreyjar. loftur dvaldist all- lengi í Noregi, kynntist þar konu sinni Þóru og þar í landi fæddist sonur þeirra Jón sem varð höfðingi í Odda og valdamesti maður Íslands um sína daga. Faðir Þóru hinnar norsku var enginn annar en Magnús berfætti Noregskonungur (1093-1103) og dró það ekki úr virðingu þeirri sem Oddaverjaætt naut þá þegar að fá blátt blóð í æðarnar. Eyjólfur Sæmundsson tók við búinu í Odda að föður sínum látnum en Sæ- mundur fróði lést 22. maí 1133, á 77. aldursári. Það hefur verið sagt um Eyjólf að hann hafi verið allt í senn héraðshöfðingi, klerkur og kennari með ágætum. Hann ræður ríkjum í Odda um aldarfjórðung og nýtur mikillar virðingar. Meðal heimafólks „í hinum æðsta höfuðstað í Odda“ hjá Eyjólfi Sæmunds- syni eru mæðgin, Halla Steinadóttir og Þorlákur Þorhallsson. Hinn námfúsi Þorlákur menntast heima í skóla Eyjólfs og reynist mannkostamaður er hann vex úr grasi, einarður trúmaður sem ber hag kristni og kirkju fyrir brjósti. Það átti fyrir honum að liggja að verða biskup í Skálholti, dáður baráttumað- ur kirkjunnar sem eftir dauða sinn var tekinn í dýrlingatölu. Hvorki meira né minna en tveir dagar í kirkjuárinu eru við hann kenndir enn þann dag í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.