Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 44
42
Goðasteinn 2013
átrúnað, norræna heiðni forfeðranna og sögu Noregskonunga. Hann samdi rit,
átti þátt í löggjöf, m.a. afdrifaríkri löggjöf um tíund, skatt sem kvað á um gjöld
til presta, kirkjustaða og samfélagsins. Kona Sæmundar hét Guðrún Kolbeins-
dóttir, ættuð af Rangárvöllum ytri, landi, og hefur verið talið að það hafi verið
með Guðrúnu sem höfuðbólið Stóru-Vellir hafi komið í eign Oddaverja. En
jafnframt því sem Oddastaður varð smám saman miðstöð fræða og fræðslu
efldust áhrif og völd Oddaverja og hélt svo fram langa hríð mann fram af
manni.
Svo margvís og magnaður þótti Sæmundur fróði í Odda að um hann spunn-
ust sögur sem lifað hafa með þjóðinni allt til þessa dags. Einungis Guðmundur
góði Arason hefur orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Þjóðsögurnar urðu einkum
til eftir hans dag, flestar fáránlegar gamansögur og sumar flökkusögur sem
sagðar voru um aðra hálærða menn erlendis. En tilurð þeirra ber vitni um þá
virðingu sem alþýða hefur borið fyrir hinum einstæða nágranna sínum, bónd-
anum í Odda sem gaf sér tíma til að taka þátt í heyskapnum þrátt fyrir ann-
ríki við æðri verkefni. Sennilega hefur hann verið hnyttinn og gamansamur
með vinnuhjúum sínum, já, fræðandi og fjörmikill grallari milli þess að hann
gleymdi sér í þungum þönkum um háfleyg málvísindi eða stjörnufræði.
Börn þeirra Sæmundar og Guðrúnar urðu kunn að gáfum og dugnaði. Þau
héldu á loft merki hins fróða föður á sviði mennta og umsvifa. Eyjólfur og
loftur fullnuma sig og verða prestar og má hið sama segja um sum barna og
barnabarna hinna systkinanna, loðmundar og Þóreyjar. loftur dvaldist all-
lengi í Noregi, kynntist þar konu sinni Þóru og þar í landi fæddist sonur þeirra
Jón sem varð höfðingi í Odda og valdamesti maður Íslands um sína daga. Faðir
Þóru hinnar norsku var enginn annar en Magnús berfætti Noregskonungur
(1093-1103) og dró það ekki úr virðingu þeirri sem Oddaverjaætt naut þá þegar
að fá blátt blóð í æðarnar.
Eyjólfur Sæmundsson tók við búinu í Odda að föður sínum látnum en Sæ-
mundur fróði lést 22. maí 1133, á 77. aldursári. Það hefur verið sagt um Eyjólf
að hann hafi verið allt í senn héraðshöfðingi, klerkur og kennari með ágætum.
Hann ræður ríkjum í Odda um aldarfjórðung og nýtur mikillar virðingar.
Meðal heimafólks „í hinum æðsta höfuðstað í Odda“ hjá Eyjólfi Sæmunds-
syni eru mæðgin, Halla Steinadóttir og Þorlákur Þorhallsson. Hinn námfúsi
Þorlákur menntast heima í skóla Eyjólfs og reynist mannkostamaður er hann
vex úr grasi, einarður trúmaður sem ber hag kristni og kirkju fyrir brjósti.
Það átti fyrir honum að liggja að verða biskup í Skálholti, dáður baráttumað-
ur kirkjunnar sem eftir dauða sinn var tekinn í dýrlingatölu. Hvorki meira
né minna en tveir dagar í kirkjuárinu eru við hann kenndir enn þann dag í