Goðasteinn - 01.09.2013, Side 58

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 58
56 Goðasteinn 2013 Athugasemd: Í íslenskum þjóðsögum Einars Guðmundssonar kennara sem út komu 1932, eru sögurnar „Komdu að spila, Páll“ og „Vofan og tígulkóngurinn á Hvoli“, báðar um sama atburð, sú fyrri skráð eftir Önnu Árnadóttur frá Gríms- stöðum í landeyjum, móður Einars. Hér er gott samanburðarefni í þjóðfræði. Útilegumannasögur um miðja síðustu öld, 1830-1840, bjó í Götu í Hvolhreppi bóndi sem Þorlák- ur hét. Var hann talinn mikill burða-og kraftamaður, svo að hann var talinn vel tveggja manna maki. Í þá tíð var héðan sem víðar farið seinni part sumars eða að haustinu til róta, sem nefnt var, að líkindum innúr Holtum. Þorlákur fór ár- lega þessa ferð og var vanalega einn, en hinsvegar voru oftar fleiri saman. Eitt haust fór hann sem oftar einn til róta. Var hann vanalega rúma viku í slíkum ferðum en nú brá svo við að eftir viku kom Þorlákur ekki. Svo leið uppundir hálfan mánuð að þá kemur karl og er þá á öðrum fæti, gat ekki stigið í hinn fótinn, og þegar athugað var, var hann stórskorinn á öðru læri. Svo lá hann hátt uppí ár í þessum meiðslum, en loks greri sárið en örið var svo stórt að það sást móta fyrir því utan yfir tvennar buxur. um orsakir áverkans vildi hann lítið tala, taldi sig helst ekki hafa heimild til þess, en einhvern tíma hafði hann sagt frá því kenndur að þegar hann fékk sár þetta þá hefði það komið sér vel að vera sæmilega fær og rótargrefilinn taldi hann hafa orðið sér til lífs og hann vildi ekki ráða neinum til að fara einum á þær slóðir. Fyrri part síðustu aldar bjó á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum bóndi sem hét Jón. Hann var talinn röskur maður og hestamaður mikill. Þegar þessi saga gerðist átti Jón jarpan hest sem talinn var einhver besti hestur á Rangárvöllum. Eitt sinn sem oftar fór Jón ásamt fleirum á rótarfjall, sem mun hafa verið inn- arlega á öræfum. Reið hann Jarp sínum góða. Ber nú ekki neitt til tíðinda fyrr en þeir eru komnir á ákvörðunarstað, sem var að kvöldi dags. tjalda þeir og hefta hesta sína. Sofa svo af um nóttina. Að morgni, er þeir líta við, sjá þeir ekki hestana, svo einn er sendur að leita að þeim. Kemur hann bráðlega aftur með hestana og skýrir frá því að hann hafi séð menn þar inná öræfunum sem honum virtist stefna beint til þeirra. Hve margir þeir voru sá hann ekki. Það verður samkomulag hjá þeim félögum að bíða ekki heldur fara af stað heimleið- is. Búast þeir svo af stað í skyndi og fara svo hart sem þeir gátu en er þeir hafa farið nokkurn tíma, tekur Jón eftir því að hann hefir gleymt í tjaldstað nýju rúmteppi sem hann hafði vanalega sem siður var undir reiðskinni í hnakknum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.