Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 58
56
Goðasteinn 2013
Athugasemd: Í íslenskum þjóðsögum Einars Guðmundssonar kennara sem út
komu 1932, eru sögurnar „Komdu að spila, Páll“ og „Vofan og tígulkóngurinn á
Hvoli“, báðar um sama atburð, sú fyrri skráð eftir Önnu Árnadóttur frá Gríms-
stöðum í landeyjum, móður Einars. Hér er gott samanburðarefni í þjóðfræði.
Útilegumannasögur
um miðja síðustu öld, 1830-1840, bjó í Götu í Hvolhreppi bóndi sem Þorlák-
ur hét. Var hann talinn mikill burða-og kraftamaður, svo að hann var talinn vel
tveggja manna maki. Í þá tíð var héðan sem víðar farið seinni part sumars eða
að haustinu til róta, sem nefnt var, að líkindum innúr Holtum. Þorlákur fór ár-
lega þessa ferð og var vanalega einn, en hinsvegar voru oftar fleiri saman. Eitt
haust fór hann sem oftar einn til róta. Var hann vanalega rúma viku í slíkum
ferðum en nú brá svo við að eftir viku kom Þorlákur ekki. Svo leið uppundir
hálfan mánuð að þá kemur karl og er þá á öðrum fæti, gat ekki stigið í hinn
fótinn, og þegar athugað var, var hann stórskorinn á öðru læri. Svo lá hann hátt
uppí ár í þessum meiðslum, en loks greri sárið en örið var svo stórt að það sást
móta fyrir því utan yfir tvennar buxur.
um orsakir áverkans vildi hann lítið tala, taldi sig helst ekki hafa heimild til
þess, en einhvern tíma hafði hann sagt frá því kenndur að þegar hann fékk sár
þetta þá hefði það komið sér vel að vera sæmilega fær og rótargrefilinn taldi
hann hafa orðið sér til lífs og hann vildi ekki ráða neinum til að fara einum á
þær slóðir.
Fyrri part síðustu aldar bjó á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum bóndi sem
hét Jón. Hann var talinn röskur maður og hestamaður mikill. Þegar þessi saga
gerðist átti Jón jarpan hest sem talinn var einhver besti hestur á Rangárvöllum.
Eitt sinn sem oftar fór Jón ásamt fleirum á rótarfjall, sem mun hafa verið inn-
arlega á öræfum. Reið hann Jarp sínum góða. Ber nú ekki neitt til tíðinda fyrr
en þeir eru komnir á ákvörðunarstað, sem var að kvöldi dags. tjalda þeir og
hefta hesta sína. Sofa svo af um nóttina. Að morgni, er þeir líta við, sjá þeir
ekki hestana, svo einn er sendur að leita að þeim. Kemur hann bráðlega aftur
með hestana og skýrir frá því að hann hafi séð menn þar inná öræfunum sem
honum virtist stefna beint til þeirra. Hve margir þeir voru sá hann ekki. Það
verður samkomulag hjá þeim félögum að bíða ekki heldur fara af stað heimleið-
is. Búast þeir svo af stað í skyndi og fara svo hart sem þeir gátu en er þeir hafa
farið nokkurn tíma, tekur Jón eftir því að hann hefir gleymt í tjaldstað nýju
rúmteppi sem hann hafði vanalega sem siður var undir reiðskinni í hnakknum.