Goðasteinn - 01.09.2013, Page 59
57
Goðasteinn 2013
Þykir Jóni það leitt að glata þannig teppinu og snýr aftur á góða Jarp. Er hann
kemur nær tjaldstað, sér hann að til hans stefna tveir menn, annar ríðandi á
brúnskjóttum hesti en hinn hlaupandi. Hann snarast af baki, og grípur teppið
og snýr til baka. Er þá tiltölulega stutt á milli þeirra. Hleypir hann góða Jarp og
býst við að sundur dragi en það var ekki, sér til furðu sér hann að saman dreg-
ur og bráðum eru báðir mennirnir komnir á bak Skjóna og dregur ört saman.
tekur Jón þá það ráð að hleypa beint að vatnsfalli, sem á leið hans var, en talið
alófært nema með miklum krók til vaðs. Þetta nefnist Kaldakvísl. Hleypir Jón
nú sem fyrr segir beint að kvíslinni og syndir Jarpur rösklega yfir. Hleypur Jón
þá af baki og ryður saman grjóti sem þar var nóg af, en útilegumenn þá komnir
hinumegin að kvíslinni. Kallar Jón nú til þeirra og manar þá að koma, kastar
grjóti í áttina til þeirra, en ekki treystust þeir að fara lengra, en svo sýndist
honum þeir verða reiðir að þeir rifu garmana hvor af öðrum og sneru svo aftur
til fjalla. Jón hafði sagt að það hefði verið sá fallegasti hestur sem hann hefði
nokkurn tíma séð þessi skjótti sem þeir voru með.
Komst Jón svo til félaga sinna og þeir klakklaust til byggða og fóru ei fram-
ar til róta á þennan stað.
lengi fram eftir var prestssetur í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Er saga þessi
gerðist, bjó prestur þar. Ekki er nefnt nafn hans. Það var á sunnudegi að prestur
var að messa í Stóradal, sem er nokkuð suður með fjallinu. Heima á prestssetr-
inu var aðeins kona prests og dóttir þeirra stálpuð. Sátu þær inni í baðstofu. Sjá
þær þá að 3 menn, ofurstórir, ganga fyrir gluggann. Þær heyra að þeir koma
inn í bæinn og inn í baðstofu, standa þar þegjandi. Verður prestskonan yfir sig
hrædd. Stendur dóttir hennar þá upp, lítur út um gluggan og segir: „Æ, það var
gott, þarna koma þá pabbi og piltarnir.“ En er mennirnir heyra þetta, bregður
þeim svo við að þeir þjóta út. Þegar farið var að gæta að förum þeirra, voru þau
rakin uppá jökul enda var trú manna fram eftir öldum að útilegumannadalur
væri í Eyjafjallajökli. Allir voru menn þessir í prjónafötum.
Athugasemd: Þorlákur er líklega sá Þorlákur Jónsson sem býr í dufþekju 1845,
38 ára. Jón á Þorleifsstöðum er annaðhvort Jón Sigurðsson bóndi þar 1784-1827
eða eftirmaður hans, Jón Halldórsson, 1827-1856. Hliðstæð saga, reyndar sú
sama, er í Þjóðsögum Þorsteins Erlingssonar (útg. 1954, 209-213) en þar gerist
hún inni í Veiðivötnum, inni hjá Stórasjó, og þar heitir nafngreindi maðurinn
Einar Eiríksson úr landsveit.