Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 66
64
Goðasteinn 2013
daginn eftir miðvikudag var veðrið enn verra, stormur, snjóbylur og kuldi,
ekki annað að gera en halda kyrru fyrir þar sem komið var. Morguninn þar á
eftir fimmtudag hafði heldur lægt og upp komu vangaveltur um að reyna að
halda ferðinni áfram, sem að athuguðu máli reyndist ekki geta gengið, skaf-
renningurinn var of mikill til þess. Okkur var því aðeins einn kostur gerður
að halda kyrru fyrir þar sem við vorum í tryggvaskála, sem við reyndum vera
ansi óþéttann og hleypa í gegnum sig storminum. Þarna var margt fólk farið
að safnast saman vegna þess að ekki var hægt að komast suður. Eins og alltaf
þegar beðið er þótti okkur seinagangur á tímanum. Reynt var að taka í spil eða
stytta tímann með spjalli við aðra gesti þarna. Kunnur hagyrðingur Erlendur
á Gilsbakka í Vestmannaeyjum, sem við þekktum vel var þarna og oft með
okkur. Hann gerði eitthvað af vísum sem ég man ekki lengur og þarna var líka
komin Siggi Hornfirðingur sem oft var hægt að hafa ýmislegt af. Og þegar
reynt er að leita að efni til að stytta sér stundir við var til dæmis horft þarna
á stóran mann sem var vel í skinn komið, eins og sléttað í allar lautir á andlit-
inu, kinnarnar á honum og upp í kringum gagnaugun glansaði svo vel. Og
þegar hann var að borða matinn sinn brosti hann svo ánægjulega, það leyndi
sér ekki að honum þótti flestur matur góður. Við ferðafélagarnir vorum saman
í herbergi, og sváfum tveir og tveir í sama rúmi, þó sængin sem við höfðum
væri bara fyrir einn. Þar af leiðandi var alltaf hluti af líkamanum útundan, og
ekki hægt að halda neinni hlýju undir sænginni þegar jaðrar hennar voru á
lofti. Ósjálfrátt var maður alltaf að toga og toga og hnipra sig saman í kút, sem
leiddi þá af sjálfu sér að bakhlutinn varð úti í kuldanum. Í þessum stellingum
var stritast við að sofna, sem ekki gekk fyrr en langt var liðið á nótt. Það kom
líka til að seinni tvær næturnar sem við vorum þarna vantaði alla áreynslu að
deginum svo ástæða væri til afslöppunar að kvöldinu. Við hýrðumst hálfskjálf-
andi í endalausri bið eftir að komast suður og áfram heim til Eyja. Eitt kvöldið
upphófst gleðskapur í einu herberginu og við töldum að þar væru samankomnir
áætlunarbílstjórar að hlæja og gantast við stúlkurnar á staðnum, ekki varð séð
fram á neina ró eða hljóða nótt í nánd. En svo allt í einu byrjaði Guðjón bróðir
okkar að stynja. Þó við vissum að hann var til alls vís í sambandi við leik-
araskap skildum við ekki strax hvað að honum var. Hann hljóðaði sífellt hærra
og hærra en af því það var hann tókum við ekki mark á því að svo stöddu. loks
var hætt að hlæja í herberginu við hliðina, stúlkurnar virtust vera að hlusta
á kvalastunurnar. Og eftir stutta stund opnuðu þær hurðina og spurðu hvort
einhver væri veikur, og hvað þær gætu gert. Bergsteinn varð fyrir svörum og
taldi að helst væri að gefa honum að drekka. Ekki stóð á því að vörmu spori
komu þær með fullt glas af ísköldu vatni sem þær réttu hinum þjáða. En það