Goðasteinn - 01.09.2013, Page 67

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 67
65 Goðasteinn 2013 skil ég ekki enn í dag hvernig hann gat drukkið úr fullu vatnsglasi í þessum vítiskulda. Þetta dugði fólkið vildi greinilega ekki hafa á samviskunni að leyfa ekki sjúkum að sofa og allt var hljótt það sem eftir var nætur. Við vorum Guð- jóni auðvitað þakklátir fyrir tiltækið. loks lægði norðanstorminn og þá var lagt af stað. Úr því klukkan varð sex á föstudagsmorgni eftir þriðju nóttina okkar í hótel tryggvaskála, mátti sjá langa bílalest silast vestur Ölfusið, hægt og hægt með mokstri og spyrnum við að ýta, komst þessi halarófa út í Kamba. Það var ekki sparað að hvetja liðið til dáða, þeir sem gátu öskrað hæst þóttust mestir menn og sterkastir. Stór rauð- skeggjaður náungi reyndist ofurmenni jafnt til munns og fóta, hendur hans og andlit urðu jafn rautt skegginu við áreynsluna. En þrátt fyrir að allir gerðu eins og þeir gátu, varð þessum tækjum ekki komið lengra en upp í miðja Kamba. Þar gengum við frá þeim um þrjú leytið, líka þeir sem áttu eða báru ábyrgð á þeim, allavega sumir. Og þó hefði hafst að koma þeim alla leið upp, hefði það ekki verið til neins, það var greinilega margra daga verk að moka með skóflu leiðina vestur Hellisheiði. Fæturnir báru okkur nokkuð hratt yfir þessa leið, þar sem snjórinn hafði barist svo fast saman í norðanvindinum undanfarna daga. Vitanlega var komið við á Kolviðarhóli og þar var borðað. Það var líka alveg í leiðinni á þessum árum og við orðin matarþurfi. Á Kolviðarhóli var haft samband við bíla niður í Reykjavík sem komust upp að lögbergi til að sækja hópinn. Mér er enn í minni snjóskaflinn sem þar var, sem var ábyggilega engum bíl fær, og hefði þurft mikið að moka svo hann yrði fær. En að honum komust bílar sem fluttu okkur þangað sem við vildum komast í þetta sinn. Hvar sólarhringsins við vorum stödd þarna er mér kannski ekki alveg ljóst, einhvern hluta nætur sváfum við félagarnir í Árbæ. Sjálfsagt bæði vegna þess að við vorum langt komnir með það sem við höfðum skrapað saman af pen- ingum til fararinnar, og þar var að við héldum ódýrara að vera en niður í bæ á einhverju hóteli. Og svo líka það að við töldum okkur illa búna til að ganga inn á einhvert fínt hótel. daginn eftir á laugardegi fórum við svo niður í bæ og náðum um borð í Goðafoss að ég held, síðustu áætlun til Eyja fyrir jól. Mjög margir farþegar voru með skipinu þessa ferð, ýmist sátum við eða við fengum að henda okkur á gólfið, og gátum þá aðeins blundað. Ekki var þó næðisamt þar sem sjólag var mjög slæmt, útsynnings ruddi. Á sunnudagsmorgni nítjánda desember komum við til Eyja, og þá hafði þessi ferð sem átti að taka einn dag, staðið viku tíma, og oft var hún ofarlega í huga okkar allra sem þetta upplifðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.