Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 67
65
Goðasteinn 2013
skil ég ekki enn í dag hvernig hann gat drukkið úr fullu vatnsglasi í þessum
vítiskulda. Þetta dugði fólkið vildi greinilega ekki hafa á samviskunni að leyfa
ekki sjúkum að sofa og allt var hljótt það sem eftir var nætur. Við vorum Guð-
jóni auðvitað þakklátir fyrir tiltækið.
loks lægði norðanstorminn og þá var lagt af stað. Úr því klukkan varð sex
á föstudagsmorgni eftir þriðju nóttina okkar í hótel tryggvaskála, mátti sjá
langa bílalest silast vestur Ölfusið, hægt og hægt með mokstri og spyrnum við
að ýta, komst þessi halarófa út í Kamba. Það var ekki sparað að hvetja liðið til
dáða, þeir sem gátu öskrað hæst þóttust mestir menn og sterkastir. Stór rauð-
skeggjaður náungi reyndist ofurmenni jafnt til munns og fóta, hendur hans og
andlit urðu jafn rautt skegginu við áreynsluna. En þrátt fyrir að allir gerðu eins
og þeir gátu, varð þessum tækjum ekki komið lengra en upp í miðja Kamba.
Þar gengum við frá þeim um þrjú leytið, líka þeir sem áttu eða báru ábyrgð á
þeim, allavega sumir. Og þó hefði hafst að koma þeim alla leið upp, hefði það
ekki verið til neins, það var greinilega margra daga verk að moka með skóflu
leiðina vestur Hellisheiði. Fæturnir báru okkur nokkuð hratt yfir þessa leið,
þar sem snjórinn hafði barist svo fast saman í norðanvindinum undanfarna
daga. Vitanlega var komið við á Kolviðarhóli og þar var borðað. Það var líka
alveg í leiðinni á þessum árum og við orðin matarþurfi. Á Kolviðarhóli var
haft samband við bíla niður í Reykjavík sem komust upp að lögbergi til að
sækja hópinn. Mér er enn í minni snjóskaflinn sem þar var, sem var ábyggilega
engum bíl fær, og hefði þurft mikið að moka svo hann yrði fær. En að honum
komust bílar sem fluttu okkur þangað sem við vildum komast í þetta sinn.
Hvar sólarhringsins við vorum stödd þarna er mér kannski ekki alveg ljóst,
einhvern hluta nætur sváfum við félagarnir í Árbæ. Sjálfsagt bæði vegna þess
að við vorum langt komnir með það sem við höfðum skrapað saman af pen-
ingum til fararinnar, og þar var að við héldum ódýrara að vera en niður í bæ
á einhverju hóteli. Og svo líka það að við töldum okkur illa búna til að ganga
inn á einhvert fínt hótel. daginn eftir á laugardegi fórum við svo niður í bæ og
náðum um borð í Goðafoss að ég held, síðustu áætlun til Eyja fyrir jól. Mjög
margir farþegar voru með skipinu þessa ferð, ýmist sátum við eða við fengum
að henda okkur á gólfið, og gátum þá aðeins blundað. Ekki var þó næðisamt
þar sem sjólag var mjög slæmt, útsynnings ruddi.
Á sunnudagsmorgni nítjánda desember komum við til Eyja, og þá hafði
þessi ferð sem átti að taka einn dag, staðið viku tíma, og oft var hún ofarlega í
huga okkar allra sem þetta upplifðum.