Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 77
75
Goðasteinn 2013
skemmtilega samverustund. Á Staðnum var messað annan hvern sunnudag.
Kom hún alltaf til kirkju eða því sem næst, eins og allur almenningur í þá
daga. Staldraði hún þá við og spjallaði við fólkið eftir messu, öllum til ánægju.
Hún gekk alltaf með gleraugu með breiðum látúnsspöngum og ekki skipti hún
um gleraugu þegar hún las, þau dugðu henni til alls og entust henni alla tíð. Í
þá daga var siður að fara í orlofsferðir til kunningjanna, sjerstaklega var það
vinnufólk sem fjekk að fara á haustin, eftir mestu annirnar, til bestu kunn-
ingja sinna og vera þrjár nætur, vóru það kallaðar orlofsnætur, og húsbændur
flestir álitu sjer skylt að leyfa það. Ekki vissi jeg til að Guðrún færi í þannig
ferðir nema einstöku sinnum út að Kiðjabergi og Odda til þess að heimsækja
gamla nágranna, frú Guðrúnu, áður prófastsfrú á Staðnum og Soffíu dóttur
hennar á Kiðjabergi. Það hefur nú verið heyrandi þegar þær nöfnurnar vóru að
tala saman, frú Guðrún var held jeg önnur skemmtilegasta kona sem jeg hef
kynnst, en alltaf tel ég Guðrúnu á Flókastöðum fremsta. Hún hafði það fyrir
sið að koma einusinni að haustlagi á bæina í kring og dvelja daglangt. Mikil
var gleðin þegar sást til hennar koma vestan túnið. Það var reglulegur hátíð-
isdagur. Hún sagði alltaf sögur þennan dag, og það var hrein unun að heyra
hana segja frá, hún ljek svo skemmtilega efnið í sögunni að öllum þótti gaman,
eða bætti inn í smá athugasemdum sem krydduðu söguna. Það vóru þjóðsög-
ur og æfintýri sem hún sagði, svo sem: Sagan af Kisu kóngsdóttur, Sagan af
Álagaflekk, Hnoðra, Þorsteini glott, Rautt hnoða, Hrossahnappur, trútur og
trimbiltrútur, Búkolla og fleira. Við heyrðum aldrei allar hennar sögur, því
hún fór eftir pöntun, og krakkar vilja alltaf heyra söguna sem þeir kannast við,
svo það verða oftast sömu sögurnar, sem maður heyrði. Jeg sje þetta allt eft-
irá. Við pöntuðum þessar sögur, í hvert sinn sem hún var á ferð. Og dagurinn
tekur enda og fleiri komast ekki að, Þessar sögur sagði hún okkur stundum
allt á einum degi og hafði þó tíma til þess að tala við hjónin um daginn og
veginn, skáldskap, ritgerðir í tímaritum sem hún var nýbúin að lesa, ættfræði,
merka menn, Íslendinga og annarra þjóða menn, gamlar sagnir og fornsögur,
og margt af ýmsu tagi einsog gengur. Þetta heyrði maður undir væng, og þótti
skemmtilegt því allt varð skemmtilegt hjá henni, en þó vonaðist maður eftir að
sögurnar færu að koma, en af því að allir vildu hlusta á þær, varð eitthvað að
aka seglum eftir vindi og segja þær helst þegar allir gátu verið við. Ef til vill
eina og eina fyrri part dagsins, en aðallega í rökkrinu og vökunni. Þá sat hún
oft með ull í keltunni og táði um leið og allir dáðust að tásunni, hún var einsog
reykur eða þoka.
„Það er af því jeg átti svo fríðan mann“ sagði hún og brosti. Þegar hún sagði
söguna af Hnoðra og komið var að því að hann var búinn að fylla alla kóngsins