Goðasteinn - 01.09.2013, Page 79

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 79
77 Goðasteinn 2013 og löngu áður, en nú er hún horfin með öllu og þykir mjer það sjónarsviptir, því hún var augnayndi. Þá bunu kallaði Guðrún „Ferðamannabunu“. Það er haldið að krakkabjálfar hafi skemmt bununa og er það leiðinlegt. Ósköp þótti okkur gaman þegar við vórum að leika okkur við gilið, ef Guðrún kom til okkar. Það kom fyrir stöku sinnum, hana langaði að sjá hvað maður var að hafast að, og ef henni þótti leikirnir góðir sagði hún alltaf einhver uppörvunarorð. Jeg man sjerstaklega einusinni þegar hún heimsótti okkur við leikinn, þá vórum við búnar að veita svolitlu vatni í gegnum eyri og útbúa mjóan og beinan læk og hlaða hvanngrænum dýjamosa beggjamegin við. Þá kom Guðrún; „Jeg mátti til að koma, jeg sá að þið vóruð að útbúa eitthvað fallegt“, svo hrósaði hún okkur fyrir vikið og sagði: „Ef jeg ætti ráð á verðlaunum skyldu þið fá þau, og ef ég væri skáld skyldi ég yrkja um litla lækinn ykkar og grænu bakkana hans.“ Hún sat hjá okkur dálitla stund og sagði margt fallegt einsog hún var vön, svo labb- aði hún heim aftur og studdist við stafinn, en við vórum bæði ánægðar og upp með okkur af hrósinu. Það kom oft fyrir að við byggðum litla bæi og hlóðum garða í kring, plöntuðum þar svo steinbrjótum, mjaðarjurt og blágresi, ruddum vegi út um eyrarnar og fengum hjá henni hrós og fagrar ræður fyrir. Hún var svo barnslega elskuleg um leið og hún var bráðgáfuð og fyndin. Einu sinni kom Hólmfríður á Núpi, sem oftar utan tún snemma um vor og hittir Guðrúnu úti á stjettinni. „Jeg sá sóleyju hjerna úti á túni“ sagði hún, Guðrún rjetti strax fram hendina og segir „Þakka þér fyrir“. Aldrei heyrðist hún tala hnjóðsyrði til nokkurs manns. Ef einhver ympraði á slíku, brosti hún, kreisti saman var- irnar sló á þær þjettinshögg með þrem fingrum og þagði dálitla stund, breytti svo um umtalsefni. dætur hennar vóru hvor annari efnilegri, þær vóru gáfaðar og skemmtilegar og merkar að öllu og fríðar sínum, einsog áður er sagt. Guð- rún andaðist haustið 1911, 85 ára gömul. Þá var engin kirkja á Staðnum, því búið var að rífa gömlu kirkjuna, en hin var í smíðum, en veðrið var svo fagurt jarðarfarardaginn, einsog það getur fegurst verið. Hún er jörðuð við sáluhliðið norðanmegin, hjá manni sínum. Til Málmfríðar. Flókastöðum 17. júlí 1888. Hjartkæra vina. Þú getur rétt til að jeg hef ekki getað komið því við að pára þjer. Veldur því margt. Vorið svo erfitt framanaf og þá varð ekkert gert enn þá mikið að gera þegar veður batnaði. Og svo núna hafa heimsótt mig gamlir kunningjar, nefnilega Guðrún Páls-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.