Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 79
77
Goðasteinn 2013
og löngu áður, en nú er hún horfin með öllu og þykir mjer það sjónarsviptir, því
hún var augnayndi. Þá bunu kallaði Guðrún „Ferðamannabunu“. Það er haldið
að krakkabjálfar hafi skemmt bununa og er það leiðinlegt. Ósköp þótti okkur
gaman þegar við vórum að leika okkur við gilið, ef Guðrún kom til okkar. Það
kom fyrir stöku sinnum, hana langaði að sjá hvað maður var að hafast að, og
ef henni þótti leikirnir góðir sagði hún alltaf einhver uppörvunarorð. Jeg man
sjerstaklega einusinni þegar hún heimsótti okkur við leikinn, þá vórum við
búnar að veita svolitlu vatni í gegnum eyri og útbúa mjóan og beinan læk og
hlaða hvanngrænum dýjamosa beggjamegin við. Þá kom Guðrún; „Jeg mátti til
að koma, jeg sá að þið vóruð að útbúa eitthvað fallegt“, svo hrósaði hún okkur
fyrir vikið og sagði: „Ef jeg ætti ráð á verðlaunum skyldu þið fá þau, og ef ég
væri skáld skyldi ég yrkja um litla lækinn ykkar og grænu bakkana hans.“ Hún
sat hjá okkur dálitla stund og sagði margt fallegt einsog hún var vön, svo labb-
aði hún heim aftur og studdist við stafinn, en við vórum bæði ánægðar og upp
með okkur af hrósinu. Það kom oft fyrir að við byggðum litla bæi og hlóðum
garða í kring, plöntuðum þar svo steinbrjótum, mjaðarjurt og blágresi, ruddum
vegi út um eyrarnar og fengum hjá henni hrós og fagrar ræður fyrir. Hún var
svo barnslega elskuleg um leið og hún var bráðgáfuð og fyndin. Einu sinni
kom Hólmfríður á Núpi, sem oftar utan tún snemma um vor og hittir Guðrúnu
úti á stjettinni. „Jeg sá sóleyju hjerna úti á túni“ sagði hún, Guðrún rjetti strax
fram hendina og segir „Þakka þér fyrir“. Aldrei heyrðist hún tala hnjóðsyrði
til nokkurs manns. Ef einhver ympraði á slíku, brosti hún, kreisti saman var-
irnar sló á þær þjettinshögg með þrem fingrum og þagði dálitla stund, breytti
svo um umtalsefni. dætur hennar vóru hvor annari efnilegri, þær vóru gáfaðar
og skemmtilegar og merkar að öllu og fríðar sínum, einsog áður er sagt. Guð-
rún andaðist haustið 1911, 85 ára gömul. Þá var engin kirkja á Staðnum, því
búið var að rífa gömlu kirkjuna, en hin var í smíðum, en veðrið var svo fagurt
jarðarfarardaginn, einsog það getur fegurst verið. Hún er jörðuð við sáluhliðið
norðanmegin, hjá manni sínum.
Til Málmfríðar.
Flókastöðum 17. júlí 1888.
Hjartkæra vina. Þú getur rétt til að jeg hef ekki getað komið því við að pára
þjer. Veldur því margt. Vorið svo erfitt framanaf og þá varð ekkert gert enn þá
mikið að gera þegar veður batnaði.
Og svo núna hafa heimsótt mig gamlir kunningjar, nefnilega Guðrún Páls-