Goðasteinn - 01.09.2013, Side 82
80
Goðasteinn 2013
Eftir hann liggur löng og merk ritgerð; Örnefni og goðorð í Rangárþingi, er
birtist eftir lát höfundar í Safni til sögu Íslands (ii, 498-557). Páll lét Jóni Árna-
syni ýmsan fróðleik í té í aðföng þjóðsagnaútgáfu hans 1862-64, einkum hvað
varðar forn örnefni undir Eyjafjöllum. Páll hefur löngum verið mér hugstæður,
langafabróðir minn. „Það er þunnt blóð ef það er ekki þykkara en vatn,“ sagði
gamla fólkið. Söm var „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ hjá okkur báðum.
Þann 7. apríl 1853 fæddist þeim Árkvarnarhjónum sonurinn Páll. Bráðung-
um var honum haldið til bókar og að draga til stafs. Árið 1862 koma þjóðsögur
Jóns Árnasonar á heimilið og það virðist í og með vera hvötin til þess að hinn
níu ára gamli drengur sest við að skrifa þjóðsögur og mannfræði á bók. Faðir
hans segir honum fyrir um fróðleik varðandi 18. aldar fólk undir Eyjafjöllum.
Páll kunni að rekja ætt sína til Önnu í Stóru-Borg og Barna-Hjalta Magn-
ússonar, 300 ár aftur í tíma og kom sögnum um þau á framfæri í Þjóðólfi 1865.
Þjóðsögur og ævintýri eru skráð beint úr mæltu máli. Skráningin fer mest fram
1862-1863 en nær til 1865. Páll alþingismaður fær Jóni Árnasyni handritið í
hendur og það ber skráningarnúmer lbs. 536, 4t0.
Í útgáfunni af þjóðsögum Jóns Árnasonar sem gerð var árin 1954 til 1961
eru birtar samtals 47 sögur úr handriti Páls í Árkvörn, ævintýri, álfasögur,
útilegumenn m.a. skipulega og vel fram borið. Glöggt er að skrifað er eftir
munnlegri frásögn. Við tvær sögur getur þess að skráð sé eftir frásögn Guð-
ríðar Eyjólfsdóttur og heimildin segir heldur niðrandi „niðursetningskerlingu.“
Þetta er Guðríður dóttir Eyjólfs Arnbjarnarsonar bónda í Múlakoti og konu
hans Guðleifar Jensdóttur. Hún var fædd 1811 og því rétt liðlega fimmtug þegar
skráð er. Hún dó 30. júlí 1878. Ætla má að meginþorri þjóðsagna Páls sé frá
henni kominn og þó ekki fyrir það að synja að sagnakonur eða sagnakarlar hafi
sótt Árkvörn heim á því árabili sem skrifarinn ungi festir fræðin á blöð.
Byggðasafnið í Skógum hrósar því happi að eiga þjóðfræðahandrit skráð af
Páli Pálssyni, merkan vitnisburð um andlegt líf í Árkvörn árin 1866 til 1873.
Hér er gott safn af gátum, alls 134, þulur og þjóðkvæði, Agnesarkvæði, Veró-
nikukvæði, Ferðamannsóður, Ekkjukvæði, svo að dæmi séu nefnd. Ég man
gamlar konur sem þuldu mér þau í æsku undir Eyjafjöllum. Í lausu máli eru
tábeitispredikun og sagan af Sjö Sofendum. Fólk hefur unað við það að kveð-
ast á. Páll skrifar til minnis upphaf að um 180 lausavísum, mörgum nú að eilífu
gleymdum.
Nokkur handrit fleiri en lbs. 536, 4to tengjast Árkvarnarfeðgum í lands-
bókasafni. lbs. 2787,4to varðveitir m.a. uppskriftir skjala frá 17., 18. og 19. öld
og ættartölur allt með rithönd Páls yngra.