Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 82

Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 82
80 Goðasteinn 2013 Eftir hann liggur löng og merk ritgerð; Örnefni og goðorð í Rangárþingi, er birtist eftir lát höfundar í Safni til sögu Íslands (ii, 498-557). Páll lét Jóni Árna- syni ýmsan fróðleik í té í aðföng þjóðsagnaútgáfu hans 1862-64, einkum hvað varðar forn örnefni undir Eyjafjöllum. Páll hefur löngum verið mér hugstæður, langafabróðir minn. „Það er þunnt blóð ef það er ekki þykkara en vatn,“ sagði gamla fólkið. Söm var „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ hjá okkur báðum. Þann 7. apríl 1853 fæddist þeim Árkvarnarhjónum sonurinn Páll. Bráðung- um var honum haldið til bókar og að draga til stafs. Árið 1862 koma þjóðsögur Jóns Árnasonar á heimilið og það virðist í og með vera hvötin til þess að hinn níu ára gamli drengur sest við að skrifa þjóðsögur og mannfræði á bók. Faðir hans segir honum fyrir um fróðleik varðandi 18. aldar fólk undir Eyjafjöllum. Páll kunni að rekja ætt sína til Önnu í Stóru-Borg og Barna-Hjalta Magn- ússonar, 300 ár aftur í tíma og kom sögnum um þau á framfæri í Þjóðólfi 1865. Þjóðsögur og ævintýri eru skráð beint úr mæltu máli. Skráningin fer mest fram 1862-1863 en nær til 1865. Páll alþingismaður fær Jóni Árnasyni handritið í hendur og það ber skráningarnúmer lbs. 536, 4t0. Í útgáfunni af þjóðsögum Jóns Árnasonar sem gerð var árin 1954 til 1961 eru birtar samtals 47 sögur úr handriti Páls í Árkvörn, ævintýri, álfasögur, útilegumenn m.a. skipulega og vel fram borið. Glöggt er að skrifað er eftir munnlegri frásögn. Við tvær sögur getur þess að skráð sé eftir frásögn Guð- ríðar Eyjólfsdóttur og heimildin segir heldur niðrandi „niðursetningskerlingu.“ Þetta er Guðríður dóttir Eyjólfs Arnbjarnarsonar bónda í Múlakoti og konu hans Guðleifar Jensdóttur. Hún var fædd 1811 og því rétt liðlega fimmtug þegar skráð er. Hún dó 30. júlí 1878. Ætla má að meginþorri þjóðsagna Páls sé frá henni kominn og þó ekki fyrir það að synja að sagnakonur eða sagnakarlar hafi sótt Árkvörn heim á því árabili sem skrifarinn ungi festir fræðin á blöð. Byggðasafnið í Skógum hrósar því happi að eiga þjóðfræðahandrit skráð af Páli Pálssyni, merkan vitnisburð um andlegt líf í Árkvörn árin 1866 til 1873. Hér er gott safn af gátum, alls 134, þulur og þjóðkvæði, Agnesarkvæði, Veró- nikukvæði, Ferðamannsóður, Ekkjukvæði, svo að dæmi séu nefnd. Ég man gamlar konur sem þuldu mér þau í æsku undir Eyjafjöllum. Í lausu máli eru tábeitispredikun og sagan af Sjö Sofendum. Fólk hefur unað við það að kveð- ast á. Páll skrifar til minnis upphaf að um 180 lausavísum, mörgum nú að eilífu gleymdum. Nokkur handrit fleiri en lbs. 536, 4to tengjast Árkvarnarfeðgum í lands- bókasafni. lbs. 2787,4to varðveitir m.a. uppskriftir skjala frá 17., 18. og 19. öld og ættartölur allt með rithönd Páls yngra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.