Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 83
81
Goðasteinn 2013
Sviplegur dauðdagi Páls Pálssonar 21. júlí 1876 varð mörgum harmsefni í
Fljótshlíð. Páll var bústólpinn í Árkvörn um mörg ár. Sigurður uppeldisbróðir
hans var þá annað veifið fjarvistum frá heimili. Örlagadaginn var Páll ásamt
tveimur vinnukonum og vinnumanni, Guðmundi Þórðarsyni frá Stóru-Hildisey
í landeyjum að hreinsa brekkuslægjur inn undir Bleiksárgljúfri. Í hvíldarstund
við þrengslin á gljúfrinu tók Páll fyrir það feigðarflan að stökkva austur um
það og gekk að óskum. Í stökkvi til baka hrapaði Páll niður í gljúfrið og beið
bana. „Mér datt öll mín mæða í hug á brúðkaupsdaginn nema það að ég ætti
að missa hann Pál,“ sagði móðir hans er hún fékk dánarfregnina. Þorsteinn Erl-
ingsson orti minningarljóð, þá 18 ára, og fékk birt í Þjóðólfi.
um handrit Páls, lbs. 536,4to, er það að segja að ég hygg einsdæmi, ekki
aðeins litið til Íslands, heldur langt út fyrir landsteina, að 9 til 10 ára barn vinni
slíkt verk og svo vel sem raun ber vitni.
sögu-steinunn
Sögu-Steinunn var alþekkt um austanvert Rangárþing undir lok 19. aldar,
öðrum fremur gædd íþrótt andans. Hún hlaut viðurnefnið af því að ferðast
um byggðir að vetri og segja sögur. Faðir minn, tómas Þórðarson, var fæddur
1886 og alinn upp í Varmahlíð, móðir mín, Krístín Magnúsdóttir, fædd 1887,
var alin upp á ysta-Skála í sömu sveit. Báðum voru þeim hugstæðar komur
Sögu-Steinunnar. Hún dvaldi gestanæturnar tvær, jafnvel orlofsnætur, og sagði
sleitulaust sögur langar kvöldvökur. Henni var einnig lagin sú list að lesa í
lófa. Móðir mín hafði þessa setningu eftir Steinunni: „Kross í miðju matborði
merkir lukku og velgengni.“ Matborðið er miðhluti lófans.
Steinunn var fædd 10. maí 1823, dóttir Gísla Sveinssonar bónda í Miðkoti
í Fljótshlíð og konu hans, Steinunnar Þorleifsdóttur. Hún giftist Magnúsi Þor-
valdssyni frá Stóra-Klofa í landsveit. Saman bjuggu þau í tungukoti í Fljóts-
hlíð, hjáleigu frá Arngeirsstöðum árin 1871 til 1885. Magnús dó 1893. Næstu ár
ferðaðist Steinunn löngum um Fljótshlíð og Eyjafjöll og flutti fólki vel þegna
sagnaskemmtun. Margir leystu hana út með gjöfum, matföngum eða öðru sem
kom í góðar þarfir.
Jóhanna dóttir Steinunnar og Magnúsar, f. 1868, barst ung að árum að
Steinum undir Eyjafjöllum. Hún giftist Jóni syni Einars Jónssonar og Þór-
unnar Sveinsdóttur í Steinum. Þau festu síðar bú í Steinum, Jón varð þá brátt
örkumlamaður sökum liðagigtar. Var Jóhanna orðlögð fyrir dugnað og þolgæði
í þeim þrengingum. Steinunn móðir hennar átti öðru hverju dvalir í Steinum
undir aldamótin 1900. Í fórum mínum er ljósrit af bréfi sem hún skrifar 25.
sept. 1899 Steinunni dóttur sinni í Narfakoti. Hún átti þá tveggja ára dvöl sem