Goðasteinn - 01.09.2013, Page 119
117
Goðasteinn 2013
urheims. Jónbjörn hljóðritaði þetta safn hér heima, áður en hann fór vestur um
haf nálægt 1920. Hann tók með sér tæki sitt og bar það milli Íslendingabyggða
á bakinu. Nærri má geta, að landar hans hafi tekið því fagnandi að heyra raddir
að heiman, þegar leikin voru af tækinu rímnalög, sem menn könnuðust við frá
Íslandi. Á gamals aldri kom Jónbjörn heim til Íslands aftur og hafði með sér
rímnalagasafnið. tækið og hljóðritasafn Jónbjörns er geymt á stofnun Árna
Magnússonar, eins og áður segir, svo og hljóðritasafn Hjálmars lárussonar
útskurðarmeistara, bróður Jóns lárussonar frá Hlíð, en þeir voru dóttursynir
Bólu-Hjálmars og miklir kvæðamenn báðir. loks má nefna hljóðritanir þjóðlaga
og rímnalaga gerðar af Jóni leifs tónskáldi á vaxhólka á árunum 1926, 1928
og síðast um 1935. Frumgögnin eru varðveitt í Þjóðfræðasafninu í Berlín en
afrit þeirra í Þjóðminjasafni Íslands. Hljómplöturnar og grammófónninn tóku
við af vaxhólkunum. Fyrsta upptaka með þeirri tækni á íslensku efni var árið
1910, þegar Pétur Á. Jónsson söng inn á tvær hljómplötur í Kaupmannahöfn.
Elstu hljómplötur með rímnakveðskap eru upptökur með kveðskap Jóns lár-
ussonar frá Hlíð á Vatnsnesi, Páls Stefánssonar úr Skagafirði og Gísla Ólafs-
sonar frá Eiríksstöðum í Svartárdal frá því um 1930. Veturinn 1935 og veturinn
1936 voru hljóðritaðar á vegum Kvæðamannafélagsins iðunnar í Reykjavík
200 stemmur á svonefndar silfurplötur. Árið 2004 voru þessar stemmur gefnar
út á 4 geisladiskum með 50 stemmum á hverjum diski. Geisladiskarnir fylgja
glæsilegri bók, SilFuRPlÖtuR iÐuNNAR. Þar eru stemmurnar skráðar
með nótum og eitt og annað til fróðleiks um kveðskaparlist, bragfræði, fjallað
um kvæðamennina, vísnahöfundana o.fl. Á síðustu árum hefur verið gefið út
talsvert af kvæðalögum á geisladiskum og á internetið hefur verið fest margt
af kvæðalögum fyrri tíma. Það, sem skráð er hér, er byggt á ágætum ritgerð-
um í þessari bók eftir Steindór Andersen, Guðmund Andra thorsson, Pétur
Björnsson og Rósu Þorsteinsdóttur, Njál Sigurðsson, Hrein Valdimarsson og
Gunnstein Ólafsson.
Lagboðavísur, kennsla á stemmum, kvæðalagaæfingar
Sú er venja kvæðamanna, sem kunna margar stemmur að hafa eina tiltekna
vísu til að æfa hverja stemmu, tengja ákveðna vísu við ákveðna stemmu. Þess-
ar vísur eða jafnvel fyrsta hending vísunnar eru kallaðar lagboðar. Í fyrstu
höfðu kvæðamenn sín eigin lagboðahefti, en árið 1957 var gefinn út bæklingur
með 177 lagboðavísum fyrir félagsmenn iðunnar. Árið 1964 var gefið út nýtt
lagboðahefti með 303 vísum. Hver um sig minnti á sérstaka stemmu. Þriðja
útgáfa lagboða með 500 mismunandi vísum kom út árið 1984. Þessum lagboð-