Goðasteinn - 01.09.2013, Side 129
127
Goðasteinn 2013
Fyrstu skilaboðin frá honum voru þau að leggja spýtur í kross á gólfið í
þessari kró og gera hlé á verkinu meðan hann væri að sansa þetta aðeins. Það
var eins og áður sagði sjálfgert. Hvenær ég mætti byrja aftur þyrfti ég ekki að
spyrja um, það yrði þegar ég gæti aftur farið að vera þarna einn. Sem sagt mið-
illinn staðfestir grun minn að í fjárhúsunum sé vera af öðrum heimi sem vill
ekki láta rífa ofan af sér. Ég var ekki í vafa um að hann yrði erfiður viðureignar
eins og fljótt kom í ljós. Því svona fyrirbrigði eru ekkert nema þrjóskan og
illviljinn ef þeim finnst eitthvað gert á hlut sinn.
Mér leið hálf illa þennan fyrsta dag eftir drauminn, ekki það að ég væri
beint hræddur. Heldur settist þetta að mér þannig að ég gat ekki hugsað um
neitt annað, þetta fór bara að hringsnúast í höfðinu á mér. Ekki tók betra við
um kvöldið þegar ég lagðist til svefns, taugakerfið fór allt í ólag og ég lá með
hjartslátt í einu svitabaði. Ekki var nokkur leið að sofna við svona aðstæður, því
nú ásótti Grámann (mun kalla hann það hér eftir) mig af fullum þunga alveg
harðákveðinn að varna mér svefns, enda áhrifaríkasta aðferðin til að eyðileggja
mína andlegu og líkamlegu heilsu á stuttum tíma. Ég sá fram á svefnlausa nótt.
Ekki búin að fá nánari leiðbeiningar frá miðlinum. Hvað var nú til ráða. Ef ég
næði engri næturhvíld yrði ég tæpast vinnufær að morgni. Sem ég lá þarna
í einu svitabaði fór ég að hugleiða ástandið. Grámann virtist ákveðinn í að
eyðileggja mína heilsu, hversu mikið, ekki gott að segja en örugglega nóg til að
ég gæti ekki haldið áfram að rífa húsin. Það fannst mér ótækt að hafa kofann
svona hálfrifinn. Best væri með aðstoð miðilsins að hjálpa þessari sál á rétta
braut, sem sagt í átt til ljóssins.
Hann var sennilega búinn að hírast þarna lengi við ömurlegar aðstæður.
Hversu lengi, það veit enginn. Engar sagnir til um það. En hafi hann fargað
sér í katólskum sið hefur hann ekki fengið leg í vígðri mold, ef til vill verið
dysjaður á staðnum. Ekki þýðir að velta þessu meira fyrir sér að svo stöddu.
Þetta verkefni er framundan sem við miðillinn munum leysa saman og eflaust
taka töluverðan tíma. Nær er að snúa sér að verkefni líðandi stundar, að fá ein-
hvern svefnfrið. Þá verður mér hugsað til Hagakirkju og sendi staðarvættum
kirkjunnar svohljóðandi hugskeyti. ,,Ef þið getið vikið þessum óþægindum frá
mér heiti ég því að láta kirkjuna fá svolitla peningaupphæð”. Hvílík viðbrögð,
þessi óþægindi sem öngruðu mig hverfa nánast á svipstundu. líkamsstarfsem-
in kemst mjög fljótlega í eðlilegt horf og yfir mig færist ró og friður. Ég sofna
fljótlega og sef vært til morguns.
Þetta var merkileg lífsreynsla og í rauninni frábært að verða vitni að því hve
hin góðu öfl voru fljót að sigra og víkja á brott hinum illu öflum með hugar-
orkunni einni saman. Það er því ekki lengur neinn vafi í minum huga að góðu