Goðasteinn - 01.09.2013, Page 129

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 129
127 Goðasteinn 2013 Fyrstu skilaboðin frá honum voru þau að leggja spýtur í kross á gólfið í þessari kró og gera hlé á verkinu meðan hann væri að sansa þetta aðeins. Það var eins og áður sagði sjálfgert. Hvenær ég mætti byrja aftur þyrfti ég ekki að spyrja um, það yrði þegar ég gæti aftur farið að vera þarna einn. Sem sagt mið- illinn staðfestir grun minn að í fjárhúsunum sé vera af öðrum heimi sem vill ekki láta rífa ofan af sér. Ég var ekki í vafa um að hann yrði erfiður viðureignar eins og fljótt kom í ljós. Því svona fyrirbrigði eru ekkert nema þrjóskan og illviljinn ef þeim finnst eitthvað gert á hlut sinn. Mér leið hálf illa þennan fyrsta dag eftir drauminn, ekki það að ég væri beint hræddur. Heldur settist þetta að mér þannig að ég gat ekki hugsað um neitt annað, þetta fór bara að hringsnúast í höfðinu á mér. Ekki tók betra við um kvöldið þegar ég lagðist til svefns, taugakerfið fór allt í ólag og ég lá með hjartslátt í einu svitabaði. Ekki var nokkur leið að sofna við svona aðstæður, því nú ásótti Grámann (mun kalla hann það hér eftir) mig af fullum þunga alveg harðákveðinn að varna mér svefns, enda áhrifaríkasta aðferðin til að eyðileggja mína andlegu og líkamlegu heilsu á stuttum tíma. Ég sá fram á svefnlausa nótt. Ekki búin að fá nánari leiðbeiningar frá miðlinum. Hvað var nú til ráða. Ef ég næði engri næturhvíld yrði ég tæpast vinnufær að morgni. Sem ég lá þarna í einu svitabaði fór ég að hugleiða ástandið. Grámann virtist ákveðinn í að eyðileggja mína heilsu, hversu mikið, ekki gott að segja en örugglega nóg til að ég gæti ekki haldið áfram að rífa húsin. Það fannst mér ótækt að hafa kofann svona hálfrifinn. Best væri með aðstoð miðilsins að hjálpa þessari sál á rétta braut, sem sagt í átt til ljóssins. Hann var sennilega búinn að hírast þarna lengi við ömurlegar aðstæður. Hversu lengi, það veit enginn. Engar sagnir til um það. En hafi hann fargað sér í katólskum sið hefur hann ekki fengið leg í vígðri mold, ef til vill verið dysjaður á staðnum. Ekki þýðir að velta þessu meira fyrir sér að svo stöddu. Þetta verkefni er framundan sem við miðillinn munum leysa saman og eflaust taka töluverðan tíma. Nær er að snúa sér að verkefni líðandi stundar, að fá ein- hvern svefnfrið. Þá verður mér hugsað til Hagakirkju og sendi staðarvættum kirkjunnar svohljóðandi hugskeyti. ,,Ef þið getið vikið þessum óþægindum frá mér heiti ég því að láta kirkjuna fá svolitla peningaupphæð”. Hvílík viðbrögð, þessi óþægindi sem öngruðu mig hverfa nánast á svipstundu. líkamsstarfsem- in kemst mjög fljótlega í eðlilegt horf og yfir mig færist ró og friður. Ég sofna fljótlega og sef vært til morguns. Þetta var merkileg lífsreynsla og í rauninni frábært að verða vitni að því hve hin góðu öfl voru fljót að sigra og víkja á brott hinum illu öflum með hugar- orkunni einni saman. Það er því ekki lengur neinn vafi í minum huga að góðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.