Goðasteinn - 01.09.2013, Side 132
130
Goðasteinn 2013
söguna. Hafi hann framið sjálfsmorð eins og miðillinn ályktaði hafi það verið
vegna þess að hann af einhverjum ástæðum mátti ekki eiga þessa konu. Því
eins og fram kom í hátterni hennar í draumnum virtist henni vera meinað að
hafa samskipti við hann.
Ég lauk niðurrifi húsanna á vordögum og bar ekki til tíðinda fyrr en í
byrjun sumars að mig dreymdi að ég var var staddur í fjárhústóftinni og horfi
inn í hlöðurústirnar. Þar stóð Grámann, snéri hann baki við mér og varð mín
ekki var. Ég kallaði til hans, þá snéri hann sér eldsnöggt við og þeytti til mín
einhverjum gráum hnoðra en hitti ekki sem betur fór. Hann virtist því enn vera
mér sárgramur fyrir að hafa rifið ofan af sér.
Ég var um þetta leyti langt kominn að saga og snyrta til það efni sem nýti-
legt var úr yfirgerðinni í girðingarstaura. Var svo um sumarið að hreinsa upp
spýtnabrakið sem eftir var upp á vagn og flytja í bálköst uppi á hól þar sem
kveikt var í því á gamlárskvöld.
Grámann lét ekkert á sér bera yfir sumarið, varð ég hans ekki var fyrr en í
byrjun október um haustið. Þá atvikast það þannig að ég er einn hér í húsinu
í þrjár nætur. Síðustu nóttina sem ég er einn fór ég framúr um kl. 4 og þegar
ég kem til baka inn í svefnherbergið hef ég það sterklega á tilfinningunni að
ég sé ekki einn í herberginu, það standi einhver við fótagaflinn á rúminu. Ég
sé þó ekkert, skynja þetta bara. um þetta skeyti ég ekkert, ætla bara að halda
áfram að sofa, en það gekk ekki. Ég var fljótt kominn í kunnuglegt ástand, með
hjartslátt og í einu svitabaði. Fór mig þá að gruna að enn væri Grámann að
angra mig og hugsaði sem svo. Hvað ertu nú að vesenast, farðu bara. Setti upp
huglæga ljósakrossinn við rúmgaflinn, ýtti síðan kauða niður stigann og út.
Ástand mitt breyttist óðar til hins betra, hjartsláttur fór í eðlilegt horf á
nokkrum slögum og hitastig líka. yfir mig færðist svo mikil ró og friður að
ég minnist vart annars eins. Ég sofnaði á augabragði og svaf vært til morguns.
Hann reyndi þetta ekki aftur. Þetta var í síðasta sinn sem hann angraði mig að
nóttu til.
Samt hafði ég grun um að hann væri ekki farinn því um veturinn fór að bera
á einhverjum smá óhöppum í fjósinu. Mér datt því í hug þegar ég vaknaði eina
nóttina, að senda huglæga ljósakrossinn í fjósin og kanna ástandið. Fékk ég þau
viðbrögð að ég taldi að þar væri eitthvað óhreint á sveimi, sennilega Grámann.
Hann hvarf úr fjósinu í bili.
Ég var svo að skoða þetta af og til næstu nætur, en ástandið breyttist ekk-
ert. Sá ég því ekki að þetta hefði neinn tilgang, betra væri að semja við hann.
En svoleiðis hagar til að í fjóshlöðuhorninu var ónotað skot við hliðina á kálf-
unum. Sendi ég honum því eftirfarandi hugskeyti. ,,Þú mátt vera í hlöðuhorn-