Goðasteinn - 01.09.2013, Page 166
164
Goðasteinn 2013
lá leiðin í Sigöldu og vann hún þar í rúm tvö ár. Þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum Ásmundi Einarssyni sem var þar í sumarvinnu. Eftir vetrar
fjarveru ákváðu þau sumarið eftir að rugla saman reitum sínum. Þau gengu í
hjónaband 22. maí 1992. Ásmundur er fæddur 11. október 1956. Foreldrar hans
eru Einar Valdimarsson og unnur Ásmundsdóttir bæði fædd 1933. Bræður
Ásmundar eru: Valdimar, kvæntur ingu Þórunni Karlsdóttur og Einar Rúnar
kvæntur Ásu Björg Þorvaldsdóttur.
dröfn og Ásmundur hófu búskap í Árbænum og komu sér þar upp heimili
í Hraunbænum. Á þeim tíma vann hún á leikskóla í Árbænum. Þau eignuðust
hinn 16. janúar 1981 soninn lárus Hjalta. um 1990 byggði fjölskyldan sér
hús í dalhúsum í Grafarvogi, og unnu bæði við húsbygginguna. Eftir að hún
hætti vinnu við leikskólastörf hóf hún vinnu hjá Pósti og síma og bar út póst,
m.a. í Grafravogi í nokkur ár. Síðar vann hún hjá Íslenskri miðlun, við almenn
skrifstofustörf. Var vel látið af störfum hennar enda var hún dugmikil og sam-
viskusöm. Síðustu ár vann hún sem móttökuritari á Heilsugæslunni Reykjavík,
fyrst í Grafarvogi og síðar í Árbænum. Fjölskyldan naut þess að ferðast saman
og hafði yndi af útiveru, fara í Veiðivötn, sem og að vinna í garðinum. Það
var þeim hjónum mikill harmur er lárus Hjalti lést aðeins tvítugur að aldri af
slysförum.
Það veitti dröfn mikla ánægju að fara í fjölskyldubústað tengdafjölskyldu
sinnar í Hrunamannahreppnum. Hún hafði gaman af því að byggja upp staðinn
með fjölskyldunni. Ferðalögin veittu einnig áfram góðar stundir, þó fæturnir og
hnén reyndust henni erfiður ljár í þúfu lét hún það ekki aftra sér á ferðalögum.
Gott fannst henni þá að setjast niður og fylgjast með mannlífinu og alveg sér-
staklega skófatnaði fólksins sem átti leið framhjá. Hún hafði gaman af hann-
yrðum og prjónaði. Góða og trausta vini áttu þau sem og fjölskyldu sem þau
áttu ótal góðar stundir með og setti dröfn svip sinn á samskiptin með frísklegri
og kröftugri nærveru sinni.
Fyrir meira en tuttugu árum greindist dröfn fyrst með krabbamein og tókst
að sigrast á því. Þá og eins og þegar hún greinist aftur með krabbamein árið
2011 var aldrei nokkurn bilbug á henni að finna. Viðhorf hennar til þess var
eins og lífsins alls, þetta var verkefni sem þurfti einfaldlega að vinna. Staðföst
sannfærði hún aðra í kringum sig um lífsskoðun sína að meinið færi ekki þótt
hún myndi leggjast í volæði, hélt bjartsýninni á lofti og fór margt á þrjóskunni
og af sama krafti veitir minning hennar þeim sem hana kveðja skjól. Hún lést á
líknardeild lHS Kópavogi 6. nóvember 2012.
Útför frá Grafarvogskirkju 21. nóvember 2011.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir